• Mynd af Stjórnarskipunarlögum frá árinu 1913, blaðsíða 1
  • Mynd af Stjórnarskipunarlögum frá árinu 1913, blaðsíða 2
  • Mynd af Stjórnarskipunarlögum frá árinu 1913, blaðsíða 3
  • Mynd af Stjórnarskipunarlögum frá árinu 1913, blaðsíða 4
  • Mynd af Stjórnarskipunarlögum frá árinu 1913, blaðsíða 5

Skrifstofur sýslumanna verða lokaðar eftir kl. 12 föstudaginn 19. júní 2015

Kosningaréttur kvenna á Íslandi 100 ára 19. júní 2015

Föstudaginn 19. júní 2015 verða liðin 100 ár frá því konur á Íslandi fengu kosningarétt til Alþingis. Af því tilefni fá allir starfsmenn sýslumanna á Íslandi frí eftir kl. 12 þann dag.

Haustið 1913 samþykkti Alþingi stjórnarskrárbreytingu sem fól í sér að konur og vinnumenn, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt til Alþingis, árið 1914 var hún svo staðfest á Alþingi. Aldurstakmarkið átti að minnka um eitt ár á ári þangað til 25 ára takmarkinu yrði náð. Lögin fóru þannig til Kristjáns konungs X sem staðfesti þau með undirskrift sinni þann 19. júní 1915. Aldursákvæðið var séríslenskt ákvæði og hafði engin önnur þjóð í heiminum haft viðlíka í kosningalögum. 

Starfsmenn eru kvattir til þess að taka þátt í hátíðarhöldum sem verða víða um land þennan merka dag.

Myndirnar eru úr skjalasafni Þjóðskjalasafns.