Sækja má um sakavottorð rafrænt

Nú býðst að sækja sakavottorð með rafrænum hætti á vefnum Ísland.is (www.island.is), hér 

Um er að ræða svokallað einkavottorð sem staðfestir að ekkert brot er í sakaskrá viðkomandi einstaklings.

Til að nálgast vottorðið skráir umsækjandi sig inn með rafrænum skilríkjum og veitir svo samþykki fyrir að gögn verði sótt úr sakaskrá. 

Gjald fyrir vottorðið er kr. 2.500. Að greiðslu lokinni er sakavottorð sent í pósthólf viðkomandi á vefnum Island.is ásamt kvittun fyrir afgreiðslu.

Skjalið sem inniheldur vottorðið er rafrænt undirritað af sýslumönnum, sem hægt er að staðfesta með því að opna skjalið í forritinu Acrobat Reader og smella á stimpilinn.

Sjá nánar um sakavottorð á þessum vef hér .