Opið fyrir skráningu heimagistingar

Opnað hefur verið fyrir skráningu heimagistingar á vefsíðunni heimagisting.is og geta einstaklingar nú skráð fasteign þar sem þeir eru með skráð lögheimili eða eru skráðir eigendur að í heimagistingu. Á síðunni er jafnframt fjallað um skilyrði þess að skrá megi heimagistingu og helstu reglur um heimagistingu.

Aðeins er boðið upp á að skrá heimagistingu rafrænt. 

Heildargjald fyrir skráningu heimagistingar er 8.560 kr.  Athuga að einnig þarf að greiða fyrir útgáfu (starfs)leyfis heilbrigðsnefndar.

Umsjón og eftirlit með heimagistingu á landsvísu er hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og má hafa samband við embætti hans ef afla þarf frekari upplýsinga.  Einnig má senda póst í netfangið heimagisting@syslumenn.is


Uppf. 11.01.2017.