Skil á nýtingaryfirliti og endurskráning heimagistingar

Skráning heimagistingar fyrir almanaksárið 2017 er útrunnin.

Við lok hvers almanaksárs skal aðili skila til sýslumanns yfirliti yfir þá daga sem húsnæði var leigt út ásamt upplýsingum um leigutekjur.

Hægt er að skila nýtingaryfirliti fyrir útleigu á árinu 2017 og endurnýja skráningu fyrir árið 2018 með rafrænum hætti á vefsíðunni www.heimagisting.is

Leiðbeiningar fyrir skil á nýtingaryfirliti og endurnýjun skráningar á heimagistingu.

Skil á nýtingaryfirliti:
Athugið að áður en nýtingaryfrlit er fyllt út að hafa til hliðsjónar bókunarsögu eignar t.d. af bókunarsíðu sem notast er við til útleigu.

  1. Fara inn á www.heimagisting.is smella á „Skila yfirliti/endurnýjun“ og auðkenna sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Athugið að sami aðili og er skráður fyrir heimagistingu þarf að auðkenna sig.
  2. Smella á „Skila yfirliti“ við skráða heimagistingu.
  3. Hægra megin á síðunni yfir upplýsingar um heimagistinguna skal smella á „Skila yfirliti“.
  4. Til að opna nýtingaryfirlitið þarf að auðkenna sig með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
  5. Fylla út umbeðnar upplýsingar um útleigða daga, leigutekjur, vefslóðir á auglýsingar og bókunarsögu frá bókunarsíðum.
  6. Við skil á nýtingaryfirliti opnast möguleiki til að endurnýja skráningu ef þess er óskað.

Endurnýjun á skráningu:
Smella á „Endurnýja“ við skráningu heimagistingar.

  1. Endurnýjun fer fram eins og nýskráning.
  2. Beiðni er orðin virk þegar skráningargjald hefur verið greitt.
  3. Beiðnin verður afgreidd innan fárra daga og mun berast tölvupóstur um afgreiðsluna á það netfang sem var gefið upp við skráninguna.

 
Athugið að skil á nýtingaryfirliti er skilyrði endurskráningar