Búsforræðisvottorð orðin stafræn

Á vef Dómstólasýslunnar kemur fram að nú megi nálgast stafræn vottorð um forræði á búi á vef stofnunarinnar. Nokkuð er um að nota þurfi þessi vottorð við umsóknir hjá sýslumönnum og ætti  þetta að verða til að auðvelda vinnu við þær umsóknir.   

Á vef stofnunarinnar segir ennfremur:   "Dómsmálaráðuneytið vinnur að því ásamt Stafrænu Íslandi að efla rafræna þjónustu til hagræðis fyrir almenning. Í dag bætti Dómstólasýslan við eyðublaði einnar tegundar búsforræðisvottorða. Dómstólasýslan hefur unnið með Dómsmálaráðuneytinu og Stafrænu Íslandi að stafrænni útgáfu einnar tegundar búsforræðisvottorða. Búsforræðisvottorðið – vottorð um að bú einstaklings eða fyrirtækis sé ekki til gjaldþrotaskiptameðferðar er nú hægt að nálgast rafrænt í gegnum Ísland.is. Þar geta einstaklingar og fyrirtæki gengið frá umsókn, greitt fyrir og fengið vottorðið sent í pósthólfið sitt á Ísland.is með einföldum hætti. Ljóst er að breytingin felur í sér mikið hagræði fyrir umsækjendur vottorðsins og starfsmenn dómstólanna sem hafa haft umsjón með verkefninu fram til þessa." 

Sjá vef Dómstólasýslunnar, www.domstolasyslan.is .