Boðið upp á stafræn ökuskírteini

Frá og með 1. júlí 2020 má fá útgefin stafræn ökuskírteini.  Er það samkævmt reglugerð nr. 584/2020 um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.

uskírteini er til sönnunar á ökuréttindum viðkomandi og á stafrænu ökuskírteini koma fram allar sömu upplýsingar og á hefðbundnum ökuskírteinum úr plasti.  Skírteinin má gera aðgengileg í flestum snjallsímum. 

Ökuskírteini eru gefin út til einstaklinga samkvæmt reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini með síðari breytingum, til þess að sýna og staðfesta ökuréttindi viðkomandi.

Sótt er um stafræn ökuskírteini á vefnum Ísland.is, www.island.is, þar sem notendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Með samþykki notenda fer sjálfvirkt umsóknarferli í gang og samstundis birtist tengill til að sækja skírteinið í símann.

Notendum Android-síma er bent á að sækja veski (e. Wallets) í símann áður stafrænu ökuskírteini er hlaðið niður.

Þeir sem hafa ekki endurnýjað ökuskírteini sín frá því fyrir árið 1998 þurfa að endurnýja þau hjá sýslumanni til að geta fengið stafrænt ökuskírteini í símann.

Einungis er hægt að hafa ökuskírteinið í einu símtæki. Ef það er sett upp á öðrum síma afvirkjast það í fyrsta símanum.

Ökuskírteini eru almennt viðurkennd gagnkvæmt milli EES ríkja en það gildir ekki um stafræn ökuskírteini, þar sem þau uppfylla ekki kröfur Evróputilskipunar um ökuskírteini. Þau verða aðeins gild á Íslandi fyrst um sinn.

Hvernig sæki ég um stafrænt ökuskírteini?

  • Skráir þig inn í umsókina með rafrænum skilríkjum
  • Samþykkir að gögn séu sótt í ökuskírteinagrunn og sendir inn umsókn
  • Smellir á Stafrænt ökuskírteini
  • Lest leiðbeiningar sem birtast á skjánum
  • Skannar QR kóða eða smellir á tengil (fyrir Android notendur er nauðsynlegt að setja veskisapp/snjallveski upp á símanum áður)
  • Samþykkir að passi vistist í snjallveski

Stafræn ökuskírteini eru fáanleg í síma með Android og iOS stýrikerfi.

Umsókn um stafrænt  ökuskírteini

Spurningar og svör um stafræn ökuskírteini


  • Spurningar og svör um stafræn ökuskírteini má nálgast hér á vefnum Ísland is.

Almennt um ökuskírteini 


Byggt á  upplýsingum á vef www.island.is hér  og vef stjórnarráðsins hér  

Uppf.  01.07.2020.