Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar

Atkvæðagreiðsla um tillögu að sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar fer fram laugar-daginn 11. nóvember nk. Átta vikum fyrir kjördag eða mánudaginn 11. september nk. hefst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar. Greiða má atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumönnum um land allt á þeim tímum sem skrifstofurnar eru opnar. (Einnig má greiða atkvæði á skrifstofum sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis?).

Um atkvæðagreiðsluna og kjörskrá gilda ákvæði laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna.  Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðil orðið „já“ ef hann er hlynntur tillögu um sameiningu sveitarfélaganna en „nei“ ef hann er henni mótfallinn.

Áður en kjósandi greiðir atkvæði ber honum að framvísa persónuskilríkjum.