Um persónuvernd hjá embættum sýslumanna

Vefur sýslumanna og vinnsla persónuupplýsinga

Notkunarmælingar

Vefsvæði sýslumanna nýtir mælingaþjónustu Google Analytics, SiteImprove og Teljari.is. Allar þessar þjónustur veita nafnlausar upplýsingar um notkun vefsvæðisins. Þær kunna að nota IP tölur  til að áætla grófa staðsetningu notenda, en engar upplýsingar um IP tölur eða önnur persónurekjanleg gögn er að finna í þeim skýrslum sem starfsmenn sýslumanna hafa aðgang að.

Innsend gögn

Þegar notandi sendir fyrirspurn eða ábendingu í gegnum vefform er þar beðið um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að unnt sé að svara erindinu (á borð við nafn, netfang og símanúmer).

Eftir að erindi hefur borist er unnið með þær upplýsingar í samræmi við vinnureglur varðandi meðhöndlun tölvupósts og þess gætt að einungis þeir starfsmenn sem koma að því að svara viðkomandi erindum hafi aðgang að gögnunum.

Milliliður í móttöku gagna eru vefkerfi þjónustuaðila okkar sem hýst er á vefþjóni staðsettum á Íslandi. Innsendum gögnum er sjálfkrafa eytt úr vefkerfinu innan 180 daga og þar fer ekki fram nein frekari söfnun eða úrvinnsla gagna.

Eyðublöð og stafræn form
Það fer nokkuð eftir því hvaða undir hvað málaflokk erindið fellur hvaða reglur gilda um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga:  Má sjá nánar um það hér :   


Notkunarmælingar og vafrakökur

Vefsvæði sýslumanna nýtir mælingaþjónustu Google Analytics, SiteImprove og Teljari.is. Allar þessar þjónustur veita nafnlausar upplýsingar um notkun vefsvæðisins. Þær kunna að nota IP tölur til að áætla grófa staðsetningu notenda, en engar upplýsingar um IP tölur eða önnur persónurekjanleg gögn er að finna í þeim skýrslum sem starfsmenn sýslumanna hafa aðgang að.

Vafrakökur (e.cookies)  Vefumsjónarkerfi vefsins (Eplica) setur tvær skammlífar vafrakökur (JSESSIONID og eplicaWebVistitor) sem eru nauðsynlegar fyrir virkni kerfisins en safna engum persónuupplýsingum.

Notkun Google Analytics fylgja þrjár vafrakökur sem lifa mislengi: _ga_gid og _gat. Teljari notar vafrakökuna _mod_cnt sem lifir í tvö ár.

Önnur vinnsla persónuupplýsinga hjá sýslumönnum

Sýslumenn vinna með margvíslegar persónuupplýsingar í tengslum við sín lögboðnu verkefni. Lögð er áhersla á að gæta að öryggissjónarmiðum við alla slíka vinnslu og að aðgangur að persónuupplýsingum sé einskorðaður við þá starfsmenn embættanna sem á þurfa að halda.

Persónuverndarfulltrúar embættanna:

 • Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu:
  Jónas Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum - netfang  jg@syslumenn.is
 • Sýslumaðurinn á Vesturlandi:
  Jónas Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum - netfang jg@syslumenn.is
 • Sýslumaðurinn á Vestfjörðum:
  Lárus Bjarnason, sýslumaður á Austfjörðum - netfang larus@syslumenn.is
 • Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra:
  Auðunn Steinn Sigurðsson, innheimtufulltrúi hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra
  - netfang audunn@syslumenn.is

 • Sýslumaðurinn á Norðulandi eystra:
  Jónas Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum- netfang jg@syslumenn.is
 • Sýslumaðurinn á Austurlandi:
  Jónas Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum - netfang jg@syslumenn.is
 • Sýslumaðurinn á Suðurlandi:
  Kristján Óðinn Unnarsson, fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi - netfang kristjanou@syslumenn.is
 • Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum:
  Kristján Óðinn Unnarsson, fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi - netfang kristjanou@syslumenn.is
 • Sýslumaðurinn á Suðurnesjum:
  Jónas Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum- netfang jg@syslumenn.is

Almennum fyrirspurnum varðandi persónuverndarmál og vinnslu persónuupplýsinga skal beint á netfangið personuvernd@syslumenn.is .

Notast má við eyðublað hér