Þinglýsingar

Fyrir þinglýsingu skjala skal greiða 2.500 kr.

Heimild: 1. mgr. 8. gr. laga nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs.

Athugið að við afhendingu skjals til þinglýsingar með undirritun f.h. fyrirtækja er jafnaframt óskað eftir upplýsingum úr fyrirtækjaskrá um hver megi rita firmað og hver sé með prókúru, eftir því sem við á. Fá má þessar upplýsingar hjá sýslumanni og ber þá að greiða fyrir þær kr. 700.   

Undantekningar

  • Eigi skal greiða gjald fyrir þinglýsingu úrskurða um sviptingu sjálfræðis eða fjárræðis né úrskurða um brottnám lögræðissviptingar, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs.
  • Hafi ráðsmanni skv. IV. kafla lögræðislaga nr. 71/1997 verið falin umsjón fasteignar, loftfars, skráningarskylds skips eða skráningarskylds ökutækis skal skipun hans þinglýst á viðkomandi eign. Ekki skal greiða þinglýsingargjald vegna þessa, sbr. 2. mgr. 40. gr. laganna.
  • Ef eign er seld við nauðungarsölu skal sýslumaður gera ráðstafanir til þess að um það sé getið á blaði fasteignar í fasteignabók. Hliðstæð skylda hvílir á skiptastjóra við upphaf gjaldþrotaskipta og opinberra skipta á búi og við upphaf nauðasamninga. Fyrir færslu slíkra tilkynninga skal ekki greiða þinglýsingagjald, sbr. 3. mgr. 25. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978.
  • Sé gerð skrifleg yfirlýsing um greiðsluaðlögun samkvæmt  9. gr. laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði skal henni þinglýst. Fyrir þá þinglýsingu greiðist ekkert gjald.  
  • Nú varðar kaupmáli fasteign, skip, 5 smálestir eða stærra, eða skráð loftfar og skal sýslumaður þá auk skráningar í kaupmálabók skrá kaupmálann í veðmálaskrá viðkomandi eignar, enda sé eignin skráð í umdæmi hans. 
    Nú varðar kaupmálinn eign sem skráð er í öðru umdæmi og skal þá jafnframt þinglýsa kaupmálanum í því umdæmi. Ber þá að taka þinglýsingargjald.  Sjá 87. gr. hjúskaparlaga nr. 90/1993 og greinrgerð með henni. 
     

Nánar um greiðslu stimpilgjalds.
Nánar um greiðslu fyrir þinglýsingarvottorð / veðbókarvottorð.

 Nánar um þinglýsingar, sjá hér


Uppfært 27.08.2019. 
EmbættiKennitalaReikningsnúmer
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu650914-25200303-26-06924
Sýslumaðurinn á Vesturlandi660914-11000309-26-00011
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum411014-01000153-26-04110
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra660914-09900307-26-00995
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra680814-08200565-26-10660
Sýslumaðurinn á Austurlandi410914-07700175-26-10511
Sýslumaðurinn á Suðurlandi680814-01500325-26-00702
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum490169-73390582-26-00002
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum610576-03690121-26-03160

Uppfært 02.01.2019.