Stimpilgjald

Samkvæmt lögum  nr. 138/2013, um stimpilgjald  ber að greiða stimpilgjald  af skjölum er varða eignaryfirfærslu fasteigna hér á landi og skipa yfir 5 brúttótonnum sem skrásett eru hér á landi, svo sem afsölum, kaupsamningum og gjafagerningum. 

Gjaldstofn

A Fasteign:
Stimpilgjald af gjaldskyldu skjali sem kveður á um eignaryfirfærslu fasteignar ákvarðast eftir matsverði eins og það er skráð í fasteignaskrá þegar gjaldskylda stofnast, enda endurspegli matsverð byggingarstig eignar við afhendingu. 

B Skip yfir 5 brúttótonn:
Stimpilgjald af gjaldskyldu skjali sem kveður á um eignaryfirfærslur skipa yfir 5 brúttótonnum ákvarðast eftir því verði er fram kemur í kaupsamningi eða öðru skjali um eignaryfirfærslu, þó aldrei lægri fjárhæð en nemur áhvílandi veðskuldum.  Að jafnaði er miðað við stöðu áhvílandi skulda þegar skjal er móttekið til þinglýsingar. 

Gjaldhlutfall

Af gjaldskyldum skjölum skal greiða:

  • 0,8% stimpilgjald ef rétthafi er einstaklingur
  • 1,6% stimpilgjald ef rétthafi er lögaðili

Undantekningar

Í 5. gr. laga um stimpilgjald er kveðið á um að ekki beri að greiða nema hálft stimpilgjald í eftirtöldum tveimur tilfellum: 

  • Ef fasteign eða skip er selt veðhafa við nauðungarsölu greiðir veðhafi hálft stimpilgjald af verðmæti eignarinnar hvort sem hann er einstaklingur eða lögaðili. 
  • Þegar um er að ræða fyrstu kaup einstaklings á íbúðarhúsnæði greiðist hálft stimpilgjald af gjaldskyldu skjali.  Yfirlýsingu um að um fyrstu kaup sé að ræða má nálgast hér á síðunni til hægri. 

    Tekið skal fram hér að samkvæmt 1. mgr. 3. laga um stimpilgjald eins og þeim var breytt með lögum nr. 125/2015 (lög um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016) ber ekki að greiða stimpilgjald þegar nafnbreyting verður á eiganda fasteignar eða skipa yfir 5 brúttótonnum í opinberum skrám, svo sem í þinglýsingabókum, í kjölfar félagsréttarlegs samruna, breytingar einkahlutafélags í hlutafélag eða skiptingar. 

Kæruheimildir

Ef gjaldandi unir ekki ákvörðun sýslumanns um stimpilgjald er honum heimilt samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993, V. kafla, að krefjast skriflegs rökstuðnings sýslumanns fyrir ákvörðun sinni.

Ef ekki er unað við ákvörðun eða rökstuðning sýslumanns er heimilt að kæra niðurstöðu sýslumanns til yfirskattanefndar. Kærufrestur er þrír mánuðir frá dagsetningu ákvörðunar. Kæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar.

Kærunni skal fylgja frumrit eða endurrit ákvörðunar sýslumanns og þar skal koma fram hvaða atriði ákvörðunar sæta kæru ásamt rökstuðningi og gögnum, sem ætluð eru til stuðnings kærunni, sem skulu fylgja í frumriti eða staðfestu eftirriti.EmbættiKennitalaReikningsnúmer
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu650914-25200303-26-06924
Sýslumaðurinn á Vesturlandi660914-11000309-26-00011
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum411014-01000153-26-04110
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra660914-09900307-26-00995
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra680814-08200565-26-10660
Sýslumaðurinn á Austurlandi410914-07700175-26-10511
Sýslumaðurinn á Suðurlandi680814-01500325-26-00702
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum490169-73390582-26-00002
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum610576-03690121-26-03160

Uppfært 08.01.2018.