Nauðungarsala

Þegar beiðni um nauðungarsölu til fullnustu peningakröfu er afhent sýslumanni skal um leið greiða í ríkissjóð 1% þeirrar fjárhæðar sem er krafist fullnustu á, að meðtöldum vöxtum og kostnaði.

Þegar beiðni er um nauðungarsölu á fasteign eða eign sem verður ráðstafað eftir sömu reglum og fasteign skal þetta gjald aldrei vera minna en 17.100 kr. eða meira en 58.000 kr.

Þegar beiðni er um nauðungarsölu á lausafé skal gjaldið aldrei vera minna en 5.900 kr. eða meira en 19.100 kr.

Þegar beiðni um nauðungarsölu í öðru skyni en til fullnustu peningakröfu er afhent sýslumanni skal um leið greiða gjald í ríkissjóð. Ef beiðnin er um nauðungarsölu á fasteign eða annarri eign sem verður ráðstafað með sama hætti og fasteign er gjaldið 28.500 kr., en ef beiðnin varðar annars konar eign 9.500 kr.

Gjald greiðist ekki vegna eftirfarandi mála:

 1. Málum til heimtu vinnulauna.
 2. Barnsfaðernismálum.
 3. Málum til véfengingar á faðerni barns.
 4. Lögræðissviptingarmálum.
 5. Kjörskrármálum.
 6. Einkarefsimálum.
 7. Gjafsóknarmálum að því leyti sem gjald yrði lagt á gjafsóknarhafa.
 8. Forsjármálum.
 9. Afhendingarmálum.
 10. Fullnusta sektar.
 11. Krafa um sakarkostnað í opinberu máli.

Heimild:  5. gr. laga nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs, sbr. 25. gr. laga nr. 130/2009 um ráðstafanir í skattamálum (virðisaukaskattur o.fl.). 

Nánar um nauðungarsölu, sjá hér


EmbættiKennitalaReikningsnúmer
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu650914-25200303-26-06924
Sýslumaðurinn á Vesturlandi660914-11000309-26-00011
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum411014-01000153-26-04110
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra660914-09900307-26-00995
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra680814-08200565-26-10660
Sýslumaðurinn á Austurlandi410914-07000175-26-10511
Sýslumaðurinn á Suðurlandi680814-01500325-26-00702
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum490169-73390582-26-00002
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum610576-03690121-26-03160

Uppfært 5. janúar 2010