Kaupmálar

Fyrir skráningu kaupmála ber að greiða 9.000 kr.

Sé í kaupmála gert ráð fyrir eignayfirfærslu á fasteign eða hluta fasteignar ber að greiða stimpilgjald samkvæmt lögum nr. 138/2013 um stimpilgjald. 

Með eignayfirfærslu í þessu sambandi er átt við að eign færist frá öðru hjóna (eða verðandi hjóna ef hjúskapur hefur ekki verið stofnaður) til hins að öllu leyti eða hluta.  Ekki er um eignayfirfærslu að ræða ef eingöngu er verið að gera hjúskapareign viðkomandi að séreign hans.  Greiða ber fyrir eignayfirfærslu hvort sem um er að ræða kaupmála sem skráður er fyrir stofnun hjúskapar eða eftir stofnun hans.

Heimildir:  12. tl. 13. gr. laga nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs með síðari breytingum og 3. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald.

Nánar um skráningu kaupmála.

Uppfært  19.10.2020.Reikningsnúmer embætta sýslumanna eru sem hér segir: 

EmbættiKennitalaReikningsnúmer
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu650914-25200322-26-00001
Sýslumaðurinn á Vesturlandi660914-11000309-26-00011
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum411014-01000153-26-04110
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra660914-09900307-26-00995
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra680814-08200565-26-10660
Sýslumaðurinn á Austurlandi410914-07700175-26-10511
Sýslumaðurinn á Suðurlandi680814-01500325-26-00702
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum490169-73390582-26-00002
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum610576-03690121-26-03160Uppfært 03.01.2019.