Innsetning

Heimild 1. mgr. 4. gr. laga um aukatekjur ríkissjóð . . . . . .

4. gr.
https://www.althingi.is/lagas/hk.jpg Þegar beiðni um fjárnám er afhent sýslumanni skal um leið greiða í ríkissjóð 1% þeirrar fjárhæðar sem fjárnáms er krafist fyrir, að meðtöldum vöxtum og kostnaði, þó aldrei minna en [8.000 kr.] 1) eða meira en [25.000 kr.] 1) Gjald skal reiknað í heilum hundruðum króna þannig að það sem er umfram fellur niður. Ef fjárnáms er krafist hjá fleiri en einum gerðarþola í sömu beiðni skal greiða þetta gjald vegna hvers þeirra.
https://www.althingi.is/lagas/hk.jpg Þegar beiðni um kyrrsetningu eða löggeymslu er afhent sýslumanni skal um leið greiða gjald skv. 1. mgr. sem tekur mið af fjárhæðinni sem gerðar er krafist fyrir.
https://www.althingi.is/lagas/hk.jpg Við lögbannsgerð eða aðfarargerð til fullnustu á öðru en skyldu til peningagreiðslu skal greiða [12.000 kr.] 1) í ríkissjóð um leið og beiðni um gerðina er afhent sýslumanni.