Fjárnám

Þegar beiðni um fjárnám er afhent sýslumanni skal um leið greiða í ríkissjóð 1% þeirrar fjárhæðar sem fjárnáms er krafist fyrir, að meðtöldum vöxtum og kostnaði. Það er þó aldrei minna en 8.000 kr. né meira en 25.000 kr.

Gjald skal reiknað í heilum hundruðum króna þannig að það sem er umfram fellur niður. Ef fjárnám er krafist hjá fleiri en einum gerðarþola í sömu beiðni skal greiða þetta gjald vegna hvers þeirra.

Gjaldið er ekki endurkræft þótt beiðni sé afturkölluð eða ekki verði af framkvæmd gerðar af öðrum sökum.

Ekki er tekið sérstakt gjald fyrir endurupptöku gerðar.

Gjald greiðist ekki vegna eftirfarandi mála:

 1. Málum til heimtu vinnulauna.
 2. Barnsfaðernismálum.
 3. Málum til véfengingar á faðerni barns.
 4. Lögræðissviptingarmálum.
 5. Kjörskrármálum.
 6. Einkarefsimálum.
 7. Gjafsóknarmálum að því leyti sem gjald yrði lagt á gjafsóknarhafa.
 8. Forsjármálum.
 9. Afhendingarmálum.
 10. Málum vegna fullnustu sekta.
 11. Málum vegna krafna um sakarkostnað í opinberum málum.

Heimildir:  4 .gr. laga nr. nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs með áorðnum breytingum. 

Um fjárnám, sjá hér.Reikningsnúmer embætta sýslumanna eru sem hér segir: 

EmbættiKennitalaReikningsnúmer
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu650914-25200303-26-06924
Sýslumaðurinn á Vesturlandi660914-11000309-26-00011
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum411014-01000153-26-04110
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra660914-09900307-26-00995
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra680814-08200565-26-10660
Sýslumaðurinn á Austurlandi410914-07700175-26-10511
Sýslumaðurinn á Suðurlandi680814-01500325-26-00702
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum490169-73390582-26-00002
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum610576-03690121-26-03160


Uppfært  02.01.2019.