Opnað fyrir skráningu heimagistingar
Opnað hefur verið fyrir skráningu heimagistingar á slóðinni
heimagisting.is hér og geta einstaklingar nú skráð fasteign sem þeir eru
með skráð lögheimili á eða eru skráðir eigendur að í heimagistingu. Þar er
jafnframt fjallað um skilyrði þess að skrá megi heimagistingu og helstu
reglur um heimagistingu.
Aðeins er boðið upp á að skrá heimagistingu rafrænt.
Umsjón og eftirlit með heimagistingu á landsvísu er hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og má hafa samband við embætti hans ef afla þarf frekari upplýsinga. Einnig má senda póst í netfangið heimagisting@syslumenn.is.
“Til að skrá heimagistingu þarf íslykil eða rafræn skilríki. Áður en heimagisting er skráð er nauðsynlegt er að fá starfsleyfi frá viðkomandi heilbrigðisnefnd í umdæmi þar sem fasteign er staðsett.“