Tilkynning um auglýsingar uppboða sem sýslumenn halda

14.10.2011

Frá og með 1. nóvember 2011 verður hætt að auglýsa í dagblöðum byrjun uppboða, sem sýslumenn halda á grundvelli laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, á fasteignum, skipum yfir 5 brúttótonn og skrásettum loftförum.  Verða auglýsingarnar þess í stað birtar á vef sýslumanna á slóðinni www.naudungarsolur.is.

Enn um sinn verða birtar í dagblöðum auglýsingar um framhald uppboða (lokasölur) á fasteignum, skipum yfir 5 brúttótonn, skrásettum loftförum og um uppboð á lausafé og öðrum eignum og réttindum en að fram eru talin.

Bolungarvík, 14. október 2011.
E.u.
Jónas Guðmundsson,
sýslumaður í Bolungarvík 

Skjaldarmerki


 Uppf. 14.10.2011.