Ný lög um sýslumenn, lög nr. 50/2014 um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði

22.6.2014

14. maí sl. voru samþykkt ný lög um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, lög nr. 50/2014, svo og lög nr.  51/2014 um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996. Lögin voru birt 30, s.m.  Fyrrnefndu lögin fela í sér að embættum sýslumanna fækkar frá og með 1. janúar 2015 úr 24 í 9 og samkvæmt lögum nr. 51/2014 flyst lögreglustjórn frá öllum embættum sýslumanna, sem  hafa sinnt henni  til þessa til sérstakra embætta lögreglustjóra og markast umdæmi þeirra af sömu svæðum og umdæmi sýslumanna. 

Ekki er í lögunum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði gert ráð fyrir að skrifstofum sýslumanna, sem nefndar verða sýsluskrifstofu fækki.  Miðað er við að ráðherra ákveði í reglugerð hvar aðalstöðvar sýslumanna í hverju umdæmi og hver umdæmamörk embættanna verða hverju sinni. 

Sjá nánar um lögin á vef innanríkisráðuneytisins.