Ný verkefni flutt til sýslumanna frá innanríkisráðuneytinu

2.2.2014

Sex ný verkefni hafa frá og með 1. febrúar 2014 verið flutt frá innanríkisráðuneytinu til sýslumanna, fimm til sýslumannsins á Siglufirði og eitt til sýslumannsins á Hvolsvelli. Verkefnin eru sem hér segir:

Sýslumaðurinn á Siglufirði:

  • Gefur út leyfisbréf til starfsréttinda héraðsdóms- og hæstaréttarlögmanna og annast aðra umsjón þeirra verkefna sem sýslumönnum eru falin á grundvelli laga nr. 77/1998 um lögmenn, sbr. lög nr. 45/2013 um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta og annarra embætta og stofnana.
  • Veita leyfi til tilfærslu líka í kirkjugarði eða flutning þeirra í annan kirkjugarð eða í grafreit, sbr. reglugerð nr. 105/2014 um  leyfi til tilfærslu eða flutnings líka.

Sýslumaðurinn á Hvolsvelli:

  • Veitir frá og með 1. febrúar 2014 leyfi fyrir opinberum fjársöfnunum á götum eða í húsum, sbr. reglugerð nr. 786/2008 og fer að öðru leyti með verkefni sem sýslumanni eru falin í lögum nr. 5/1977 um opinberar fjársafnanir, sbr. lög nr. 145/2013 um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta og annarra embætta og stofnana.


Uppfært 03.02.2014