Firmaskrá flutt frá sýslumönnum til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra

2.1.2014

Með lögum nr. 137/2013 um breytingu á lögum um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, nr. 42/1903, lögum um sameignarfélög, nr. 50/2007, og lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003 (flutningur firmaskrár frá sýslumönnum til fyrirtækjaskrár), sem tóku gildi 1. janúar 2014 voru öll málefni sem tengjast skráningu firma, þ.e. skráningu sameignarfélaga, samlagsfélaga og firmu eins manns flutt frá sýslumönnum til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra.

Ber því eftir 1. janáur 2014 að snúa sér til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra til að skrá eða breyta skráningu sem varða þessi félög. 

Frekari upplýsingar um þessi atriði má finna á vef fyrirtækjaskrár hér á vef ríkisskattstjóra, www.rsk.is.   

Með hinum nýju lögum eru ekki gerðar breytingar á skráningu sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá í samræmi við lög nr. 19/1988, en sýslumaðurinn á Sauðárkróki sér um slíkar skráningar, sjá hér.