Ný skrá yfir þá sem hafa löggildingu samkvæmt lögum um dómtúlka og skjalaþýðendur

6.12.2012

Skrá yfir þá sem hafa löggildingu samkvæmt lögum um dómtúlka og skjalaþýðendur nr. 148/2000  hefur verið uppfærð og birtist nú  með nýju sniði á heimasíðu sýslumanna.

Samkvæmt 4. mgr. 4. gr. laganna skulu þeir sem hafa löggildingu tilkynna sýslumanni hvar starfsstöð þeirra er og breytingar á henni og skal sýslumaður halda skrá á grundvelli þeirra upplýsinga.  Var slík skrá um árabil á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins (nú innanríkisráðuneytisins) en hefur verið á heimasíðu sýslumannsins á Hólmavík síðan 2008.  Vinna við uppfærsluna hefur staðið yfir undanfarna mánuði og byggir skráin á þeim upplýsingum um starfsstöð sem sýslumanni hafa borist.

Hingað til hefur skráin frekar þjónað hlutverki sem réttindaskrá, þar sem einungis hafa verið upplýsingar um nöfn og hvenær löggilding var fengin, en mun framvegis einnig nýtast vel sem þjónustuskrá fyrir þá sem þurfa á þjónustunni að halda.  Skráin verður uppfærð reglulega um leið og nýjar tilkynningar um starfsstöð eða breytingar á henni berast sýslumanni.

Skrá yfir löggilta skjalaþýðendur og dómtúlka