Fréttatilkynning um utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá sýslumanninum í Reykjavík, á sjúkrahúsum o.fl.

4.10.2012

Fréttatilkynning vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á vegum sýslumannsins í Reykjavík vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd sem fram fer 20. október 2012

Frá og með miðvikudeginum 10. október nk. flyst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar frá skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík og fer fram í Laugardalshöll. Opið verður í Laugardalshöll alla daga frá kl. 10:00 – 22:00 fram að kjördegi. Á kjördag verður opið frá kl. 10:00 – 17:00 fyrir þá kjósendur sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu.

Tímasetningar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sjúkrahúsum o.fl. á vegum sýslumannsins í Reykjavík vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru eftirfarandi:

 

Droplaugarstaðir við Snorrabraut

Miðvikudaginn 10. október nk., kl. 15-17.

 

Seljahlíð, Hjallaseli 55

Miðvikudaginn 10. október nk., kl. 15:30- 17:30. 

 

Hlaðgerðarkot

Fimmtudaginn 11. október nk., kl. 15:30-17:30.

 

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Landakot

Fimmtudaginn 11. október nk., kl. 15-17.

 

Eir í Grafarvogi

Föstudaginn 12. október nk., kl. 13-16. 

           

Hrafnista

Laugardaginn 13. október nk., kl. 11-14.

 

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund

Laugardaginn 13. október nk., kl. 11-15. 

 

Mörkin

Laugardaginn 13. október nk., kl. 11-14.

 

Hjúkrunarheimilið Sóltún

Mánudaginn 15. október nk., kl. 13-14:30. 

 

Kleppsspítali

Mánudaginn 15. október nk., kl. 15-16.

 

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg

Mánudaginn 15. október nk., kl. 15:30-16:30. 

 

Skjól við Kleppsveg

Þriðjudaginn 16. október nk., kl. 13-15.

 

Skógarbær við Árskóga

Þriðjudaginn 16. október nk., kl. 15:30 – 17:30.

 

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Fossvogi / Grensásdeild.

Fimmtudaginn 18. október nk., kl. 13-16 (Fossvogur) og 17-18 (Grensás) .

 

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut

Föstudaginn 19. október nk., kl. 14-17.

 

 

3. október 2012

 

Sýslumaðurinn í Reykjavík