Kynningarfundur og undirbúningsnámskeið vegna löggildingarprófa fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur

11.9.2017

Kynningarfundur og undirbúningsnámskeið vegna löggildingarprófa fyrir dómtúlka og  skjalaþýðendur

Löggildingarpróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur verða haldin 12. og 13. febrúar 2018, að undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingarseturs Háskóla Íslands. Kynningarfundur fyrir þá sem hyggjast þreyta löggildingarpróf verður haldinn föstudaginn 29. september n.k. kl. 14:10 – 15:40 í stofu A052 í kjallara Aðalbyggingar Háskóla Íslands, Reykjavík.  Undirbúningsnámskeið fer fram í sömu stofu,  A052, (í kjallara Aðalbyggingar Háskóla Íslands) föstudagana 6. október, 20. október, 3. nóvember og 17. nóvember n.k. kl. 10 – 15:40.  Próftökum er skylt að sækja undirbúningsnámskeiðið, nema þeir hafi áður þreytt prófin.

Umsóknir á eyðublöðum sem fást hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum og á vefnum www.syslumenn.is skulu berast Sýslumanninum í Vestmannaeyjum, Heiðarvegi 15, 900 Vestmannaeyjum eða rafrænt á netfangið skjalathydendur@syslumenn.is, í síðasta lagi þann 2. október n.k.   Prófgjald fyrir þá sem taka prófið í fyrsta sinn í báðar áttir er 296.000 kr. en 222.000 kr. fyrir þá sem taka prófið aðeins í aðra áttina eða eru að endurtaka prófið. Prófgjaldið skal greiða inn á reikning embættisins nr. 0582-26-2, kt. 490169-7339 í síðasta lagi þann 2. október n.k. og skal staðfesting á greiðslu fylgja umsóknum eða sendast sérstaklega á ofangreint netfang.  Námskeiðsgjald er innifalið í prófgjaldi.   Nánari upplýsingar veitir Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum í síma 458 2900 og á netfanginu skjalathydendur@syslumenn.is.

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
7. september 2017.