Sérverkefni sýslumanna

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu


 Sýslumaðurinn á Vesturlandi

 • Allsherjarskrá um kaupmála, sbr. reglugerð nr. 1126/2006 um vistun allsherjarskrár um kaupmála.
 • Umsjón gjafsóknarmála.

 

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

 • Álagning og innheimta vanrækslugjalds samkvæmt 38. gr. reglugerðar nr. 8//2009 um skoðun ökutækja.  Innheimtu vanrækslugjalds er sinnt í útibúinu á Ísafirði.
 • Rekstur skönnunarmiðstöðvar á Ísafirði þar sem eldri þinglýst skjöl fyrir allt landið eru færð yfir á rafrænt form.
 • Umsjón með vef sýslumanna, www.syslumenn.is

 

 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

 

Sýslumaðurinn á Austurlandi

 • Viðurkenning á starfsréttindum iðnaðarmanna á evrópska efnahagssvæðinu.
 • Innheimta fjallskilagjalda í Loðmundarfirði skv. ákvæðum laga nr. 40//1972 um sameiningu Borgarfjarðarhrepps og Loðmundarfjarðarhrepps í Norður-Múlasýslu í einn hrepp.

 

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

 • Útgáfa happdrættisleyfa, sbr. lög nr. 38/2005 um happdrætti.
 • Útgáfa leyfa til þeirra sem vilja reka útfararþjónustu.  Sjá nánar hér.
 • Færsla bókhalds fyrir fjögur íslensk sendiráð.
 • Útgáfa Lögbirtingablaðsins.
 • Leyfi til opinberra fjársafnana samkvæmt lögum nr. 5/1977 um opinberar fjársafnanir og reglugerð.

 

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

 • Löggilding skjalaþýðenda og dómtúlka samkvæmt reglugerð nr. 1122/2006 um löggildingu dómtúlka og skjalaþýðenda.
  Netfang: skjalathydendur@syslumenn.is .
  Upplýsingar um námskeið og próf - sjá hér
  Skrá yfir löggilta skjalaþýðendur og dómtúlka - sjá hér
 • Auðkennahreinsun og birting úrskurða dómsmálaráðuneytis á sviði fjölskyldumála á innri vef sýslumanna.
 • Rafræn útgáfa reglugerðarsafns. Verkefnið miðar að því að tryggja að rafræn útgáfa af regugerðarsafni, sem birtar eru í B deild Stjórnartíðinda, verði uppfærð jafnóðum á vefsvæðinu www.reglugerd.is.

 • Sýslumanninum í Vestmannaeyjum hefur verið falið að stýra tilraunaverkefni sem felur í sé að efla og þróa samvinnu sýslumanna, lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili.

 

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

 • Afgreiðsla stefnubirtinga samkvæmt Haag-samningum um birtingar á réttarskjölum og utanréttarskjölum í einkamálum og verslunarmálum
 • Stefnubirtingar á grundvelli Norðurlandasamnings um gagnkvæma dómsmálaaðstoð frá 26. maí 1975.  
 • Sjá nánar hér .