Ráðstafanir vegna Covid-19

                                 NÝTUM OKKUR FJARÞJÓNUSTU Á TÍMUM COVID

Sýslumenn mælast til þess, í ljósi aðstæðna í samfélaginu, að viðskiptavinir kynni sér þær fjarþjónustuleiðir sem í boði eru hjá sýslumönnum.

Nota má síma, tölvupóst og netspjall.  Upplýsingar um þetta hjá hverju og einu embætti má nálgast hér .  

Hér eru nokkur dæmi um algeng erindi sem unnt er að reka, án þess að koma á skrifstofur embættanna: 

Skuldleysisvottorð, sakavottorð og upplýsingar um skuldstöðu við innheimtumann ríkissjóðs má nálgast á www.island.is .

 ● Þinglýsingarvottorð (veðbókarvottorð) má panta með tölvupósti enda fylgi staðfesting á greiðslu fyrir vottorðið að fjárhæð kr. 2.150.  (Vottorð kr. 2.000, gjald fyrir rafræna sendingu kr. 150 ).  Sækja má um hjá hvaða embætti sem er, en mælt með því að það sé í umdæmi þar sem eign er skráð.

● Ýmis rafræn umsóknareyðublöð og önnur eyðublöð vegna stofnunar mála má nálgast á www.syslumenn.is .   Þar má einnig nálgast upplýsingar um bankareikninga embættanna.

● Eindregið er hvatt til þess að opinber gjöld verði greidd með millifærslum á reikninga embættisins. Æskilegt er að kennitala viskiptamanns (skuldara) sé sett í skýringu.

● Beiðnir um endurnýjun ökuréttinda má senda á uppgefin  netföng embættanna Hægt er að senda bráðarbirgðaaksturheimild með tölvupósti. Heimildina þarf að prenta út og hafa meðferðis við akstur.

Tryggingastonfun og Sjúkratryggingar Íslands veita einnig öfluga fjarþjónustu. Við bendum fólki á MÍNAR SÍÐUR á www.tr.is. Ef nauðsynlega þarf að ná tali af umboðsmönnum TR / SÍ þá er mælt með að senda tölvupóst á viðeigandi aðila:

ÁÐUR EN AÐ LAGT ER AF STAÐ…

Viðskiptavinum er ráðlagt að sends fyrirspurnir á netföng embættanna, nota netspjall á www.syslumenn.is eða hringja í hlutaðeignadi embætti áður en að mætt er á næstu starfstöð sýslumanns.  Með því móti getum við í sameiningu metið næstu skref og hvort nauðsynlegt sé að mæta á staðinn svo reka megi erindið.

Ef viðskiptavinur þarf nauðsynleg að mæta á skrifstofu sýslumanns er mælst til þess að hann komi einn síns liðs sé þess nokkur kostur.


Stöndum saman í baráttunni.

VIÐ ERUM ÖLL ALMANNAVARNIR


Uppfært 13.10.2020, kl. 09:00