Hreppsstjórar

Um hreppstjóra gilda lög nr. 32/1965 um hreppstjóra.

Samkvæmt 1. gr. laganna skal hreppstjóri vera í hverju sveitarfélagi utan aðseturs sýslumanns, nema sýslumaður telji þess ekki þörf.

Samkvæmt 6. gr. laganna eru hreppstjórar umboðsmenn sýslumanns, hver í sínum hreppi. Fara þeir með lögregluvald, annast innheimtu opinberra gjalda og fleiri störf í umboði sýslumanns, svo og þau önnur störf, sem nánar kann að vera kveðið á um í lögum eða reglugerðum.

Nú er svo komið að víðast telja sýslumenn ekki þörf hreppstjóra, nema á fáeinum stöðum sem kjörstjóra við atkvæðagreiðslur utan kjörfundar, og verður því ekki frekari umfjöllun um þá á þessum vettvangi.