Saga sýslumannsins
Til 1. júlí 1992 nefndust þeir sem gegndu embættinu sýslumaður Barðastrandarsýslu (Austur-Barðastrandarsýslu og Vestur-Barðastrandarsýslu), en eftir það sýslumaðurinn á Patreksfirði. 1. janúar 2007 var lögreglustjórn og tollstjórn færð frá embættinu.
Sýslumenn sem sinntu embættinu á Patreksfirði
- Adam J.E. Ficher, 1881 - 1893
- Páll Einarsson, 1893 - 1899
- Halldór Bjarnason, 1900 - 1905
- Guðmundur Björnsson, 1905 - 1918
- Einar M. Jónasson, 1918 - 1927
- Bergur Jónsson, 1927 - 1935
- Jóhann Skaptason, 1935 - 1956
- Ari Kristinsson, 1956 - 1964
- Ásberg Sigurðsson,1964 - 1968
- Jóhannes Árnason, 1968 - 1982
- Stefán Skarphéðinsson, 1982 - 1994
- Þórólfur Halldórsson, 1994 - 2008
- Úlfar Lúðvíksson, 2008 - 2014
Sýslumenn sem sinntu embættinu á Ísafirði
- Eggert Ó. Briem, 1844 - 1848
- Erlendur Þórarinsson, 1854 - 1857
- Stefán Bjarnarson, 1854 - 1879
- Carl Ernst Alexander Fensmark, 1879 - 1884 (1885)
- Skúli Thoroddsen, 1884 - 1892 (1895)
- Lárus H. Bjarnason, 1892 - 1894 (settur)
- Sigurður E. Briem, 1894 - 1896 (settur)
- Marínó Hafstein, 1899 (settur)
- Hannes Hafstein, 1895 - 1904
- Jón Þorkelsson, 1901 (settur)
- Grímur Jónsson, 1903 - 1904 (settur)
- Magnús Torfason, 1904 - 1921
- Gunnar E. Benediktsson, 1919 (settur)
- Oddur Gíslason, 1921 - 1932
- Páll Jónsson, 1921 (settur)
- Sigurður Eggerz, 1932 - 1934
- Torfi Hjartarson, 1932-1933 (settur) 1934 - 1943
- Jóhann Gunnar Ólafsson, 1943 - 1968
- Björgvin Bjarnason, 1968 - 1973
- Þorvarður K. Þorsteinsson, 1973 - 1983
- Pétur Kr. Hafstein, 1983 - 1991
- Ólafur Helgi Kjartansson, 1991 - 2001
- Sigríður Björk Guðjónsdóttir, 2001 - 2006
- Kristín Völundardóttir, 2006 - 2010
- Úlfar Lúðvíksson, 2010 - 2014
Sýslumenn sem sinntu embættinu á Hólmavík
- Einar Magnússon, Bæ og Brodddanesi, 1726 - 1757
- Halldór Jakobsson, Felli, 1757 - 1788
- Jón Jónsson, Bæ, 1788 - 1817
- Jón Jónsson, kammerráð, Melum, 1817 - 1843
- Jón Pétursson (síðar dómstjóri), Melum og Prestbakka, 1844 - 1847
- - 1848 - 1854
- Jóhannes Guðmundsson, Litlu-Hvalsá, 1855 - 1861
- - 1862 - 1863
- Sigurður E. Sverrisson, Bæ, 1864 - 1899
- Marinó Hafstein, Óspakseyri, 1899 - 1909
- Halldór Kr. Júlíusson, Borðeyri, 1909 - 1938
Frá og með 1938 hafa sýslumenn í umdæminu haft aðsetur á Hólmavík. - Jóhann Salberg Guðmundsson, 1938 - 1958
- Friðjón Sigurðsson, (settur í fjarveru Jóhanns Salbergs), 1941 - 1943
- Björgvin Bjarnason, 1958 - 1968
- Andrés Valdimarsson, 1968 - 1975
- Rúnar Guðjónsson, 1975 - 1979
- Hjördís Hákonardóttir, 1979 - 1983
- Ríkarður Másson, 1983 - 1996
- Ólafur Þór Hauksson, 1996 - 1998
- Bjarni Stefánsson, 1998 - 2002
- Áslaug Þórarinsdóttir, 2002 - 2006
- Kristín Völundardóttir, 2006 - 2007
- Lára Huld Guðjónsdóttir, 2007 - 2014
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Frá 1934 til 1974 voru þeir sem gegndu því embætti sem nú samsvarar embætti sýslumannsins í Bolungarvík nefndir lögreglustjórar og voru þeir jafnframt framkvæmdastjórar sveitarfélagsins sem þá nefndist Hólshreppur. Eftir 5. apríl 1974 er sveitarfélagið fékk kaupstaðarréttindi nefndust þeir sem gegndu embættinu bæjarfógetinn í Bolungarvík og sveitarfélagið Bolungarvíkurkaupstaður, frá og með þeim tíma hættu þeir jafnframt afskiptum af stjórn sveitarfélagsins. Frá og með 1. júlí 1992 nefnast þeir sem gegna embættinu sýslumaðurinn í Bolungarvík. Þá var dómsvald jafnframt fært frá embættinu til sérstakra dómstóla. 1. janúar 2007 var lögreglustjórn og tollstjórn færð frá embættinu. Með reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja var embættinu falin álagning og innheimta vanrækslugjalds á landsvísu.
Þeir sem gegnt hafa embætti lögreglustjóra / bæjarfógeta og sýslumanns í Bolungarvík
- Páll Jónsson, lögreglustjóri, 1934 - 1940
- Jóhann Teitsson, lögreglustjóri, 1940
- Sigurður M. Helgason, lögreglustjóri, 1940 - 1945
- Axel V. Tulinius, lögreglustjóri, 1945 - 1953
- Kristján Ólafsson, lögreglustjóri, 1948 - 1949
- Friðrik Sigurbjörnsson, lögreglustjóri, 1953 - 1963
- Jón G. Tómasson, lögreglustjóri, 1963 - 1966
- Hafsteinn Hafsteinsson, lögreglustjóri 1966 - 1968
- Þorkell Gíslason, lögreglustjóri 1968-1972
- Gísli Ísleifsson, lögreglustjóri 1972 - 1973
- Barði Þórhallsson, lögreglustjóri frá 1973 - 1974 og bæjarfógeti frá 1974 - 1977
- Halldór Kristinsson, bæjarfógeti 1977 - 1986
- Adólf Adólfsson, bæjarfógeti 1986 - 1990
- Jónas Guðmundsson, bæjarfógeti 1990 - 1992 og sýslumaður frá 1992.