Saga embættis sýslumannsins í Vík

Skaftafellsþing var eitt hinna fornu þinga á þjóðveldisöld og náði yfir svæðið frá Lónsheiði í austri að Jökulsá á Sólheimasandi í vestri og samsvarar því svæði sem síðar nefndist Skaftafellssýsla.

Talið er að nefnið Skaftafellssýsla sem stjórnsýslueining komi fyrst fyrir í opinberum skjölum 1594. Heitið Síðusýsla var einnig notað um þetta umdæmi, finnst það heiti nokkru fyrr en hið fyrrnefnda eða árið 1553 og er einkum notað á 16 öld. Heitið Skaftafellssýsla varð hinsvegar ofan á er fram liðu stundir.

Um 1580 var Skaftafellssýslu skipt í tvö umdæmi. Sú skipan hélst fram að byrjun 19. aldar. 9. Maí 1812 var sýslan sameinuð í eitt umdæmi og skyldi sýslumaður fá jörðin Núpsstað í Fljótshverfi til ábúðar en til þess kom aldrei að sýslumaður sæti þar.  Árið 1877 var sýslunni skipt á ný upp í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu en eftir sem áður var um eitt lögsagnarumdæmi að ræða undir sýslumanni Skaftafellssýslu.  Árið 1977 var sýslunni síðan í raun skipt upp í tvö umdæmi og sýslumaður skipaður fyrir hvort umdæmi um sig.  Árið 1992 með aðskilnaði dómsvalds og framkvæmdavalds í héraði breyttist embættisheiti sýslumanns Vestur-Skaftafellssýslu í embætti sýslumannsins í Vík.  Umdæmi sýslumannsins í Vík nær frá Gígjukvísl á Skeiðarársandi í austri að Jökulsá á Sólheimasandi í vestri.

Þann 1. janúar 2007 breyttist starfstilhögun sýslumannsins í Vík með þeim hætti að lögreglustjórn í stjórnsýsluumdæmi hans færðist frá embættinu til embættis sýslumanns á Hvolsvelli.  Sýslumaðurinn í Vík gegnir því ekki embætti lögreglustjóra lengur.  Á sama tíma færðist útgáfa Lögbirtingablaðsins til embættisins og gegnir sýslumaðurinn í Vík því starfi ritstjóra blaðsins auk hinna hefðbundnu starfa sýslumanns s.s. þinglýsingu, innheimtu opinberra gjalda, leyfisveitingum ýmiskonar, umsýslu með sifjamálum o.fl.  Þá mun embættið þann 1.  janúar 2009 taka að sér það aukaverkefni að sjá um færslu bókhalds nokkurra sendiráða, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins.

Þessi hafa gegnt embætti sýslumanns í Skaftafellsssýslum, Vestur-Skaftafellssýslu og eftir 1. júlí 1992 sýslumannsins í Vík: 

Lýður Guðmundsson, 1755-1801, bjó lengst í Suður-Vík.

Jón Guðmundsson 1812-1820, í Vík

Magnús Stephensen 1823-1844, á Höfðabrekku.

Kristján Kristjánsson, 1845-1848, á Höfðabrekku

Jón Guðmundsson, 1849-1851, bjó á Kirkjubæjarklaustri.

Árni Gíslason, 1852-1879. Sat á nokkrum bæjum í Mýrdal en bjó lengstum á Kirkjubæjarklaustri, rak þar stórbú og var á sínum tíma    talin fjárríkasti maður landsins

Sigurður Ólafsson 1881-1891, á Kirkjubæjarklaustri.

Guðlaugur Guðmundsson 1891-1904,á Kirkjubæjarklaustri.

Karl Júlíus Einarsson 1904-1905,  á Kirkjubæjarklaustri.

Björgvin Vigfússon 1905-1908, á Höfðabrekku.

Sigurður Pétursson Eggerz 1908-1914, í Vík.

Sigurjón Markússon 1914-1918,  í Vík.

Gísli Sveinsson 1918-1947, í Vík.

Jón Kjartansson 1947-1962, í Vík.

Einar Oddsson 1963-1992, í Vík.

Sigurður Gunnarsson 1992-2006, í Vík.

Anna Birna Þráinsdóttir frá 2006, í Vík

Saga sýslumannsins á Höfn í Hornafirði

Sýslumenn á Höfn í Hornafirði

Starfstími      Nafn                                                              Árafjöldi

Um 1570         Ef til vill Þorsteinn Oddsson              

1658                Hákon Þorsteinsson

1682                Einar Þorsteinsson, dáinn um 1691

1684-1720      Ísleifur Einarsson, fæddur 1655                    36 ár              

1721-1726      Jón Ísleifsson, fæddur 1694                           5 ár

                          Jón Þorsteinson, fæddur 1693

1731                Jón Sigurðsson, fæddur 1686

1734-1736      Skúli Magnússon, fæddur 1711                      2 ár

1738-1758      Sigurður Stefánsson, fæddur 1698                20 ár

1758-1759      Sigurður Ólafsson, fæddur 1732 (settur)      1 ár

1760-1798      Jón Helgason, fæddur 1727                            38 ár

1798                Jón Þorleifsson, fæddur 1769 (settur)          

1798-1804      Kristján Vigfússon, fæddur 1765                     6 ár

1804-1812      Bergur Benediktsson, fæddur 1768                8 ár

1812-1820      Jón Guðmundsson, fæddur  1767                  8 ár    

1823-1844      Magnús Stephensen, fæddur 1797                21 ár

1844-1849      Kristján Kristjánsson, fæddur 1806                5 ár

1849-1850      Jón Guðmundsson, fæddur 1807                   1 ár

1852-1879      Árni Gíslason, fæddur 1820                              27 ár

1879-1880      Einar J. Thorlacius, fæddur 1851                     1 ár

1880-1881      Adam L. E. Ficher, fæddur 1842                       1 ár

1881-1891      Sigurður Ólafsson, fæddur 1855                     10 ár

1891-1904      Guðlaugur Guðmundsson, fæddur 1856      13 ár

1905-1908      Björgvin Vigfússon, fæddur 1866                     3 ár

1908-1914      Sigurður Eggerz, fæddur 1875                         6 ár

1914-1918      Sigurjón Markússon, fæddur 1879                  4 ár

1918-1947      Gísli Sveinsson, fæddur 1880                          29 ár

1947-1962      Jón Kjartansson, fæddur 1893                        15 ár

1963-1977      Einar Oddsson, fæddur 1931                          14 ár

1977-1986      Friðjón A. Guðröðarson, fæddur 1936           9 ár

1986-1998      Páll Björnsson, fæddur 1948                          12 ár