Jafnlaunastefna

sýslumannsins á Suðurlandi

Markmið embættisins með jafnlaunastefnu þessari er að tryggja öllum starfsmönnum embættisins jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn óútskýrður launamunur verði til staðar.   Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.  

Til þess að framfylgja jafnlaunastefnu sýslumannsins á Suðurlandi hefur embættið skuldbundið sig til að innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST85 og öðlast vottun í samræmi við lög nr. 56/2017 um jafnlaunavottun. 

Jafnlaunastefnan skal vera órjúfanlegur hluti launastefnu embættisins sem samræmist mannauðs- og jafréttisstefnu Fjársýslu ríkisins.  Forsendur launaákvarðana eru þannig í samræmi við kjara- og stofnanasamninga og byggist á málefnalegum forsendum óháð kyni.  Sýslumaður skal greiða laun í samræmi við ákvæði laga og aðrar kröfur um jöfn laun karla og kvenna fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. 

Sýslumaðurinn á Suðurlandi skal greiða laun sem taka mið af umfangi og eðli starfsins og hæfni starfsmanns sem ræðst af fjölmörgum þáttum, svo sem reynslu, þekkingu, ábyrgð, álagi, mannaforráðum, menntun, samstarfshæfileikum, stjórnun og verkefnum. Ákvarðanir um laun og breytingar á launum skulu teknar af yfirstjórn.  Ákvarðanir skulu vera rökstuddar og rekjanlegar og undirritaðar af sýslumanni.   

Yfirstjorn skal yfirfara laun allra starfsmanna eftir þörfum en a.m.k einu sinni á ári til að tryggja að samræmis sé gætt í launagreiðslum og að umbætur séu stöðugar í launamálum. forsendur launaákvarðana og ákvarðana um breytingar á launum skulu vera rökstuddar, skjalfestar og rekjanlegar og þær skulu vera undirritaðar af sýslumanni.  Hver ákvörðun um laun eða breytingar á launum skal taka til allra launa og hlunninda. 

Jafnlaunastefna embættis sýslumannsins á Suðurlandi skal kynnt öllu starfsfólki embættisins og skal vera aðgengileg almenningi.