Endurkröfur vegna gjafsóknarmála

Gjafsókn kann að vera veitt vegna einkamála sem rekin eru fyrir íslenskum dómstólum. Gjafsókn skuldbindur ríkið til að greiða þann málskostnað sem gjafsóknarhafi hefur sjálfur af máli, þ.e. þóknun lögmanns o.fl. Ríkið verður ekki skuldbundið til að greiða þá þóknun sem málflytjandi gjafsóknarhafa kann að áskilja sér heldur aðeins þá fjárhæð sem dómari ákveður handa honum. Gjafsóknarhafa eða lögmanni hans ber að snúa sér til Sýslumannsins á Vesturlandi (netfang vesturland@syslumenn.is) vegna uppgjörs tildæmdrar málflutningsþóknunar og útlagðs kostnaðar.

Í þeim tilvikum sem ríkið eignast endurkröfu á gagnaðila gjafsóknarhafa, sér IMST um innheimtuna.

Gjalddagi kröfunnar er dagsetning innheimtubeiðni dómsmálaráðuneytisins. Eindagi er einum mánuði eftir gjalddaga. Sé krafa ekki greidd á eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.

Almennt innheimtuferli

Við innheimtu IMST koma til eftirgreind úrræði til að knýja á um greiðslur

  • Innheimtubréf – samningar
  • Skuldajöfnuður
  • Fjárnám
  • Nauðungarsala

Greiðsludreifing

Beiðni um greiðsludreifingu þarf að berast skriflega á  netfangið innheimta@syslumenn.is eða með bréfi til embættisins.

Vakin er athygli á að hægt er að greiða kröfu á bankareikning  0159-26-267, kennitala 660914-0990.   Tilgreina þarf kennitölu og nafn skuldara við greiðslu í banka.

Þá er einnig hægt er að greiða með greiðslukorti og gera boðgreiðslusamning.

Nánari upplýsingar um gjafsókn má finna hér á vef dómsmálaráðuneytisins.

Uppf. 14.11.2018