Endurkröfur bóta sem ríkissjóður hefur greitt þolendum afbrota

Ríkissjóður greiðir bætur til þolenda tiltekinna afbrota og tekur bótanefnd sem starfar skv. l. nr. 69/1995, ákvörðun um bætur. Þegar ríkissjóður greiðir bætur til þolenda afbrota getur myndast endurkröfurréttur ríkisins á hendur tjónvaldi.

IMST beinir kröfu um endurgreiðslu að tjónvaldi og nemur krafan andvirði þeirra bóta sem greiddar hafa verið brotaþola skv. ákvörðun bótanefndarinnar, auk vaxta.

Gjalddagi kröfunnar er dagsetning ákvörðunar bótanefndar. Eindagi er tveimur mánuðum eftir gjalddaga.  Sé krafa ekki greidd á eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.

Almennt innheimtuferli

Við innheimtu IMST koma til eftirgreind úrræði til að knýja á um greiðslur

  • Innheimtubréf/greiðsluáskorun – samningar
  • Skuldajöfnuður
  • Fjárnám
  • Nauðungarsala

Greiðsludreifing

Beiðni um greiðsludreifingu þarf að berast skriflega á  netfangið innheimta@syslumenn.is eða með bréfi til embættisins.

Vakin er athygli á að hægt er að greiða kröfu á bankareikning  0159-26-267, kennitala 660914-0990.   Tilgreina þarf kennitölu og nafn skuldara við greiðslu í banka.

Þá er einnig hægt er að greiða með greiðslukorti og gera boðgreiðslusamning.

Nánari upplýsingar um bótanefnd má finna hér