Sýslumenn í Þingeyjarsýslum (á Húsavík)

Sýslumenn í Þingeyjarsýslum

21. öld

Svavar Pálsson, sýslumaður2009-

Halldór Kristinsson 1985-2009

20. öld

Sigurður Gizurarson 1974-1985

Jóhann Skaptason 1956-1974

Júlíus Havsteen 1920-1956

Steingrímur Jónsson 1897-1920

Sat á Húsavík.

19. öld

Benedikt Sveinsson 1874-1897

Bjó að Héðinshöfða. Alþingismaður. Faðir Einars Benediktssonar.

Lárus Sveinbjörnsson 1867-1874

Síðar dómstjóri í landsyfirdómi.

Þorsteinn Jónsson 1861-1867

Fékk Þingeyjarþing 25. maí 1861, fluttist þangað vorið eftir og settist að á Húsavík.

Sigfús Schulesen (S-Þing). 1841-1861

Fékk alla sýsluna 1. maí 1851 við sameiningu sýslumannsembætta N-Þing og S-Þing.

Arnór Árnason (N-Þing.) 1840-1847

Þingeyjarsýslu skipt í tvær sýslur 17. feb. 1841

Jóhann Árnason 1835-1840

„Tekinn í Bessastaðaskóla 1822, stúdent 1826, með góðum vitnisburði … lögfræðapróf 16. apríl 1833 með 1. einkunn.“

Þórður Björnsson 1796-1834

„Bjó í Garði í Aðaldal. Skarpur maður og lögvitur, búhöldur góður og auðmaður, gerðist nokkuð drykkfelldur með aldri, þó eigi úr hófi fram..“

18. öld

Björn Tómasson 1786-1796

„Hann bjó um tíma að Hafralæk, en síðast í Garði í Aðaldal til dauðadags. Hann var vel viti borinn, stöðuglyndur og réttsýnn.“

Vigfús Jónsson1776-1786

„Bjó fyrst á Skútustöðum, að Héðinshöfða, á Breiðumýri, síðan á Sigríðarstöðum á Sléttu, en frá því um 1790 á Grásíðu í Kelduhverfi og andaðist þar.“

Jón Benediktsson 1734-1776

„Hann var framfaramaður og varði fé til ýmissa nýunga, en lítinn ávöxt sá þess, utan hinnar dönsku gerðar á vefstól, er hann flutti fyrstur í sýsluna. Hann var talinn vel að sér í flestum greinum, jafnvel lækningum.“

Ólafur Árnason 1733-1734

„Gerðist drykkfeldur mjög með aldri.“

Benedikt Þorsteinsson 1709-1733

„Hann bjó fyrst á Svalbarði, síðan á Einasstöðum í Reykjadal, þá að Munkaþverá, en síðast að Skriðu (Rauðaskriðu), og þar andaðist hann. Hann seildist mjög til jarðakaupa og átti því stundum þröngt í búi. … Þókti allvel að sér, mjög málstirður, dró mjög taum sýslubúa sinna, heilráður undirmönnum, en enginn jafnaðarmaður, talinn vinfastur, en þó séður og féfastur enda vellauður að fastaeign og þókti hann sumt eigi sem réttast undir sig dregið. Hann var bókamaður mikill.“

Gísli Magnússon 1707-1707

„Lærði í Hólaskóla … en hann dó í bólunni miklu. Hann var gáfumaður og skáldmæltur.“

Pétur Markússon 1707-1707

„Fór til Alþingis með Páli lögmanni Vídalín og var í þjónustu hans við samningu jarðabókarinnar… Vitur maður og vel að sér í lögum. Ókvæntur en átti launson.“

Halldór Einarsson1701-1707

„… var til heimilis í Reykjahlíð 1703, en bjó síðan á Einarsstöðum í Reykjadal. Hann var vel að sér og mjög vel viti borinn, en harðlyndur nokkuð og því eigi vinsæll með sýslubúum sínum.Hann andaðist í bólunni miklu og kona hans.“

Þorgrímur Jónsson 1700-1701

17. öld

Arngrímur Hrólfsson 1685-1700

„Bjó að Stóru-Laugum í Reykjadal“

Jón Jónsson 1683-1685

Hann andaðist í svokallaðri Norðmannalág, skammt frá Húsavík, á embættisferð.

Jón Vigfússon 1668-1683

„Hann var valmenni, búhöldur í meðallagi, góðviljaður, en þó nokkuð féfastur.“

Sigurður Magnússon 1650-1668

„Var sýslumaður til æviloka, bjó á Skútustöðum.“

Hrólfur Sigurðsson (hálf sýslan) 1636-1683

„Bjó á Víðimýri, Laugum í Reykjadal og Grýtubakka og víðar…“

Sigurður Hrólfsson (hálf sýslan) 1606-1635

„Vel látinn maður“

Þorbergur Hrólfsson (hálf sýslan) 1606-1650

„Hann var karlmenni að burðum og búsæll“.

Sigurður Markússon 1605-1606

Jón Vigfússon1604-1605

„… þókti eigi vel til fallinn, enda lét hann af því starfi, er Þingeyingar sendu aðfinningar til lögréttu.“

Ólafur Jónsson1603-1604

Vigfús Þorsteinsson 1563-1603

„Sýslumaður að Skútustöðum og Ási.“

16. öld

Magnús Jónsson, hinn prúði1556-1563

„Hann var mikilmenni, skörungur í héraðsstjórn, manna þjóðhollastur og mannkostamaður, vitur maður lagamaður ágætur og skáldmæltur…“

Páll Jónsson, Staðarhólspáll 1554-1566

„Hann var talinn lagamaður mestur sinna daga og manna mælskastur, skáld mikið, gáfumaður og víðlesinn, en breytinn á háttum og stórbrotinn…“

Þorsteinn Finnbogason 1508 -1551

„Fyrirferðarmikill maður og auðugur“

Sæmundur Símonarson (hálf sýslan) 1508

Grímur Pálsson (hálf sýslan) 1508

15. öld

Finnbogi Jónsson 1484-1508

„… varð auðmaður“

Hrafn Brandsson 1479-1483

„Bjó á Skriðu (Rauðuskriðu) í Reykjadal. … Átti í miklum deilum við mág sinn, … svila, … Þorleif hirðstjóra Björnsson og einkum Ólaf byskup Rögnvaldsson (vegna Hvassafellsmála).“

Einar Árnason 1432-1479

Hrafn Guðmundsson 1403-1432

„Hefir verið mikilhæfur maður, enda bannfærður af Jóni byskupi Vilhjálmssyni“

Unnið úr Samantekt Sigurðar Péturs Björnssonar (1917 – 2007) um þetta efni.

Heimildir:

Sýslumannsæfir: Bogi Benediktsson

Lögfræðingatal: Agnar Klemenz Jónsson

Íslenskar æviskrár: Páll Eggert Ólason