Staða þinglýsinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

Tilkynning til fasteignasala vegna afhendingu skjala til þinglýsingar.

Þinglýsing skjala föstudaginn 2. apríl 2020.

Móttaka, þinglýsing, afgreiðsla, aflýsing og afhending þinglýstra skjala fara fram í skrifstofu embættisins að Hlíðasmára 1, Kópavogi á 1. hæð frá kl. 8:30 til kl. 15:00

Eftirfarandi skjöl hafa verið könnuð/þinglýst:

Almenn skjöl

· Skjöl sem voru móttekin til og með 27. mars hafa verið yfirfarin og má vitja þeirra.

· 14. apríl nk. verður reynt að hafa almenn skjöl sem koma inn til þinglýsingar í dag tilbúin. Viðskiptavinir eru þó hvattir til að kynna sér stöðuna á heimasíðunni áður en þeir vitja skjalanna.

(með almennum skjölum er átt við önnur skjöl en þau sem getið er sérstaklega hér fyrir neðan)

Húsaleigusamningar:

· Skjöl sem komu inn 30. mars eru yfirfarin.

· 15. apríl nk. má vitja húsaleigusamninga sem koma inn í dag.

Eignaskiptayfirlýsingar og lóðamarkabreytingar:

Eignaskiptayfirlýsingar sem komu inn til þinglýsingar 27. mars eða fyrr hafa nú verið yfirfarnar, hafi þær verið afgreiddar af Þjóðskrá. Sé ekki búið að þinglýsa eignaskiptayfirlýsingu getur verið að hún sé haldin annmörkum og er þá best að hafa samband við þinglýsingar til að fá nánari upplýsingar.

Eldri eignaskiptayfirlýsingum hefur verið þinglýst hafi þær uppfyllt lagaskilyrði.

Lóðarmarkabreytingar sem komu inn til þinglýsingar 17. mars sl. eða fyrr hafa verið yfirfarnar. Sé ekki búið að þinglýsa skjölunum getur verið að þau sé haldin annmörkum og er þá best að hafa samband við þinglýsingar til að fá nánari upplýsingar.

Aflýsingar:

· Aflýst hefur verið skjölum sem bárust 1. apríl sl.

Símatími lögfræðinga er á mánudögum og fimmtudögum kl. 13-15