Laus störf

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur það að markmiði að vera góður vinnustaður þar sem starfsfólk myndar öfluga liðsheild sem veitir góða þjónustu, byggir á fagmennsku í starfi og skapar umhverfi þar sem virðing, traust og samvinna er viðhöfð.  

Laus störf hjá embættinu eru auglýst á Starfatorgi.

Almenn umsókn. Viltu vera á skrá?

Hér er hægt að leggja inn almenna umsókn fyrir afleysingastörf en umsóknum verður ekki svarað sérstaklega.

Hér er hægt að leggja inn almenna umsókn fyrir sumarstörf 2020. 

Sækja þarf sérstaklega um auglýst störf.

Bent er á að skv. lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða.