Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Hlíðasmári 1, 201 KópavogiHlidasmari-1
Sími:   458 2000     
Netfang: smh@syslumenn.is
Kennitala:  650914-2520, banki: 303-26-6924. Viðskiptavinir eru hvattir til að millifæra greiðslur vegna þjónustu.
   
Meðan samkomutakmarkanir vara er þjónusta skert. 

Almenn afgreiðsla og almenn símaþjónusta kl. 8:30 - 15:00.
Viðskiptavinir eru beðnir um að beina fyrirspurnum í síma og tölvupóst og lágmarka heimsóknir. Aðeins einn viðskiptavinur komi á embættið með hvert erindi ef þess er kostur.

Viðskiptavinir skulu bera andlitsgrímur og gæta að 2 m. fjarlægðamörkum.

Frá og með 1. febrúar 2021 verður opnunartími Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem hér segir:

Mánudaga-fimmtudaga: 8:20-15:00
Föstudaga : 8:20-14:00

From February 1st the District Commissioner of Greater Reykjavik (Sýslumaður) will have new opening hours - the opening hours will be as follows:
Monday to Thursday: 8:20 AM to 3 PM
Friday: 8:20 AM to 2 PM


Fjölskyldusvið

Erindi og gögn til fjölskyldusviðs er unnt að leggja inn í afgreiðslu á 1. hæð en leiðbeiningar og upplýsingar eru veittar í síma 458-2000 eða á fjolskylda@syslumenn.is .

  • Símatími sérfræðinga í málefnum barna er kl. 11:00 - 12:00. 
  • Símatími lögfræðinga er kl. 10:00 - 12:00.

Sjá upplýsingar um pöntun viðtala á fjölskyldusviði hér

Stöðu mála hjá fjölskyldusviði má sjá hér .

Þinglýsingar og leyfi

Unnt er að senda fyrirspurnir og erindi á thinglysing@syslumenn.is og leita upplýsinga um stöðu skjala, og panta veðbókarvottorð (greiðslukvittun sendist á thinglysing@syslumenn.is).

  • Símatími lögfræðinga í þinglýsingum er á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00 - 15:00 

Stöðu þinglýstra skjala má sjá hér.   

  • Símasvörun almennra leyfamála er alla virka daga kl. 13:00 - 15:00. Einungis er tekið á móti leyfisumsóknum með rafrænum hætti á leyfi@syslumenn.is.
  • Símsvörun heimagistingar er alla virka daga kl. 8:30 - 12:00 og kl. 13:00 - 15:00.

Lögbókandi

Afgreiðsla lögbókandagerða er alla virka daga kl. 8:30 - 11:30 og kl. 12:30 - 15:00.

Fullnustu- og skiptasvið 

Sendið tölvupóst á fullnusta@syslumenn.is eða danarbu@syslumenn.is ef þörf er á aðstoð eða upplýsingum.

Aðfarargerðir:

Boðaðar fjárnámsfyrirtökur fara fram í fyrirtökuherbergi 201 á 2. hæð embættisins.

Nauðungarsölur:

Fyrsta fyrirtaka og byrjun uppboðs fara fram skv. boðunum og auglýsingum í fundaherbergi á jarðhæð (bakhlið) Hlíðarsmára 1 (gengið er beint inn í fyrirtökuherbergið).

Framhaldssölur sem hafa verið ákveðnar á tímabilinu 18. nóvember til og með 1. desember frestast og annar tími fyrir framhaldssölur ákveðinn um leið og takmarkanir leyfa. 

Fyrirhuguð lausafjár- og ökutækjauppboð frestast einnig vegna sóttvarnartakmarkana. Ákvörðun um söludag verður tekin þegar takmarkanir leyfa.

Dánarbú

Móttaka dánarvottorða er á 1. hæð embættisins, vesturenda. Mælst er til þess að aðeins einn aðili mæti í viðtalið.

Bókuð viðtöl, vegna beiðna um leyfi til einkaskipta og til að leggja fram erfðafjárskýrslu til staðfestingar, fara tímabundið fram í fundaherbergi á jarðhæð (bakhlið) Hlíðarsmára 1. Gengið er beint inn í fyrirtökuherbergið. Þar sem biðrými er ekki í boði eru þeir sem eiga bókað viðtal beðnir um að mæta sem næst bókuðum tíma.

Gæta skal vandlega að því að öll gögn eins og leyfisbeiðnir og erfðafjárskýrslur séu rétt og vel útfyllt eins og við á hverju sinni og að öll fylgigögn eins og þrjú síðustu skattframtöl, bankayfirlit, umboð o.fl. fylgi með ef við á. Huga skal vel að gátlista með einkaskiptabeiðni og erfðafjárskýrslu og gæta þess að skjöl séu vandlega útfyllt í samræmi við gátlistana.

Uppfært 13.01.2021, kl. 14:30

Netföng eftir málaflokkum

Þinglýsingar: thinglysing@syslumenn.is 
Leyfi: leyfi@syslumenn.is
Uppboð, fjárnám og aðrar aðfarargerðir: fullnusta@syslumenn.is
Dánarbú:  danarbu@syslumenn.is
Fjölskyldumál, ættleiðingar, lögráðamál: fjolskylda@syslumenn.is
Giftingar: gifting@syslumenn.is 
Ökuskírteini:  okuskirteini@syslumenn.is 
Vegabréf: vegabref@syslumenn.is
Umboð Tryggingastofnunar:  smh@tr.is  
                        

Sveitarfélög í umdæminu

Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósarhreppur, Hafnarfjarðar­kaupstaður, Garðabær og Kópavogsbær.

Sérstök verkefni Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu

Veiting leyfa til ættleiðinga fyrir landið allt, sbr. 1. gr. laga nr. 130/1999 um ættleiðingar og reglugerð nr. 1264/2011 um veitingu leyfa til ættleiðingar.

Afgreiðsla nauðungarvistana fyrir landið allt, sbr. breytingu á lögræðislögum nr. 71/1997.   Sjá nánar hér.

Annast löggildingu fasteigna-, fyrirtækja og skipasala á landsvísu, sbr. reglugerð nr. 1123/2006 um löggildingu fasteigna-, fyrirtækja og skipasala með síðari breytingum.  Sjá nánar hér 

Sáttameðferð og vinna sérfræðinga í málefnum barna á grundvelli barnalaga nr. 76/2003 .

Skráning heimagistingar og eftirlit samkvæmt lögum nr. 67/2016 um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 

Um embættið:

Fjárlaganúmer 06-441
Fjöldi stöðugilda er um 100