Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Hlíðasmári 1, 201 KópavogiHlidasmari-1
Sími:   458 2000    |   Umboð Tryggingastofnunar sími: 458 2199
Netfang: smh@syslumenn.is
Kennitala:  650914-2520, banki: 303-26-6924.
   
LOKAÐ Í HÁDEGINU. Afgreiðslutími frá kl. 8:30 - 12:00 og kl. 12:50 - 15:00. Almenn símaþjónusta frá kl. 8:30 - 15:00
 

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gripið til ráðstafana til að takmarka heimsóknir og biðtíma viðskiptavina. Til að uppfylla viðmið yfirvalda um að takmarka viðburði þar sem fólk kemur saman við 20 manns verður frá og með 24. mars um verulega skerta þjónustu að ræða. Ákvörðunin gildir a.m.k. til 12. apríl eða jafn lengi og ákvörðun yfirvalda um samkomubann.

Viðskiptavinir eru vinsamlega beðnir að draga úr heimsóknum eins og hægt er en beina fyrirspurnum í síma eða tölvupóst og nýta rafrænar þjónustuleiðir þegar þess er kostur.

Gestir í afgreiðslur embættisins verða takmarkaðir við 10 og þeim vísað inn og í viðeigandi þjónustueiningar í samræmi við það.

Einungis einn aðili komi með hvert erindi þegar því verður við komið.

Viðskiptavinir eru hvattir til að millifæra greiðslu vegna þjónustu eins og hægt er:

Kennitala: 650914-2520, banki: 303-26-6924.

Sjá hér um endurnýjun ökuskírteina eða týnd ökuskírteini.

Afgreiðsla umboðs Tryggingastofnunar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er lokuð. Bent er á vef Tryggingastofnunar .

Fjölskyldusvið

Símsvörun á Fjölskyldusviði hefur verið aukin og er nú er frá kl. 08:30 - 15:00 alla virka daga.

Hægt er að fá samtal við sérfræðing í málefnum barna frá kl. 10:00 - 12:00. 

Viðtal hjá fulltrúum á fjölskyldusviði má panta hér

Stöðu mála hjá fjölskyldusviði má sjá hér .

Viðtöl og hjónavígslur á fjölskyldusviði sem ekki hafa verið afboðuð halda sér. Ekki verður unnt að hafa gesti viðstadda hjónavígslur.

Erindi og gögn til fjölskyldusviðs er unnt að leggja inn í afgreiðslu á 1. hæð en leiðbeiningar og upplýsingar eru veittar í símtölum eða í tölvupósti. Ný viðtöl verða ekki bókuð á meðan samkomubann varir. 

Þinglýsingar og leyfi

Símatími lögfræðinga í Þinglýsingum er á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 13:00 - 15:00, 
  • Stöðu þinglýstra skjala má sjá hér.   
Unnt er að senda fyrirspurnir og erindi á thinglysing@syslumenn.is og leita upplýsinga um stöðu skjala, og panta veðbókarvottorð (greiðslukvittun sendist á thinglysing@syslumenn.is) 

  • Símatími almennra leyfamála er alla virka daga frá kl. 13:00 - 15:00. Einungis er tekið á móti leyfisumsóknum með rafrænum hætti á leyfi@syslumenn.is.
  • Símsvörun vegna heimagistingar er alla virka daga frá kl. 8:30 - 12:00 og kl. 13:00 - 15:00.

Fullnustugerðir og dánarbú

Öllum nauðungarsölufyrirtökum hefur verið frestað hjá embættinu með vísan til samkomubanns. Á það við um fyrstu fyrirtöku, byrjun uppboðs og framhaldssölur.

Fjárnámsfyrirtökur fara fram á boðuðum tíma í fyrirtökuherbergi 201 á 2. hæð.

Öllum viðtölum vegna dánarbúa hefur verið frestað eða aflýst. Hægt er að senda í bréfpósti, eða koma með í afgreiðslu, vel útfylltar umsóknir, skýrslur og fylgigögn. Huga skal vel að gátlista með erfðafjárskýrslum. Senda má fyrirspurnir á tölvupóstfangið danarbu@syslumenn.is. Móttaka dánarvottorða er á 1. hæð embættisins, vesturenda.


                                                             

Netföng eftir málaflokkum

Þinglýsingar: thinglysing@syslumenn.is 
Leyfi: leyfi@syslumenn.is
Uppboð, fjárnám og aðrar aðfarargerðir: fullnusta@syslumenn.is
Dánarbú:  danarbu@syslumenn.is
Fjölskyldumál, ættleiðingar, lögráðamál: fjolskylda@syslumenn.is
Giftingar: gifting@syslumenn.is 
Ökuskírteini:  okuskirteini@syslumenn.is 
Vegabréf: vegabref@syslumenn.is
Umboð Tryggingastofnunar:  smh@tr.is  
                        

Sveitarfélög í umdæminu

Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósarhreppur, Hafnarfjarðar­kaupstaður, Garðabær og Kópavogsbær.

Sérstök verkefni Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu

 

Veiting leyfa til ættleiðinga fyrir landið allt, sbr. 1. gr. laga nr. 130/1999 um ættleiðingar og reglugerð nr. 1264/2011 um veitingu leyfa til ættleiðingar.

Afgreiðsla nauðungarvistana fyrir landið allt, sbr. breytingu á lögræðislögum nr. 71/1997.   Sjá nánar hér.

Annast löggildingu fasteigna-, fyrirtækja og skipasala á landsvísu, sbr. reglugerð nr. 1123/2006 um löggildingu fasteigna-, fyrirtækja og skipasala með síðari breytingum.  Sjá nánar hér 

Sáttameðferð og vinna sérfræðinga í málefnum barna á grundvelli barnalaga nr. 76/2003 .

Skráning heimagistingar og eftirlit samkvæmt lögum nr. 67/2016 um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 "

Fjárlaganúmer:

06-441