Verkefni sýslumanna utan Reykjavíkur

Hér eru tilgreind verkefni sem heyra undir sýslumenn utan umdæmis sýslumannsins í Reykjavík en falla utan verksviðs sýslumannsins þar. Í umdæmi hans eru þessum málaflokkum skipt milli nokkurr aðila þ.á m. lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, tollstjóra o.fl.  Að auki hafa sýslumenn utan umdæmis sýslumannsins í Reykjavík með höndum umboðsstörf fyrir Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingar Íslands.

Málefni þessi eru eftirfarandi:

 • Innheimta opinberra gjalda.
  Málefnið heyrir undir fjármálaráðuneytið.   í umdæmi sýslumannsins í Reykjavík annast tollstjóri innheimtuna. 
 • Almannatryggingar.
  Sýslumenn utan umdæmis sýslumannsins í Reykjavík annast umboðsstörf fyrir Tryggingastofnun ríkisins.
  Málefnið heyrir undir velferðarráðuneytið.
 • Leyfi og skírteini
  Sýslumenn utan umdæmis sýslumannsins í Reykjavík hafa með höndum afgreiðslu eða útgáfu á  ýmsum leyfum og skírteinum, þ.á m. vegabréfum, ökuskírteinum,  leyfum fyrir veitinga-, gisti og skemmtistaði o.fl.
  Uppfært 23.01.2014