Leyfi til sölu gistingar, veitinga og skemmtanahalds - heimagisting

Reglur um leyfi til sölu gistingar, til sölu veitinga, til skemmtanahalds o.fl. er að finna  í lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald með síðari breytingum og reglugerð sama efnis nr. 1277/2016.  

Sú starfsemi sem lögin taka til er sem hér segir:

 • a.  sala á gistingu ( þ.m.t. heimagisting)    
 • b.  sala og veitingar hvers kyns veitinga í atvinnuskyni á veitingastöðum og gististöðum og öðrum        stöðum, svo sem samkomusölum eða um borð í skipum     
 • c.  tækifærisleyfi vegna skemmtanahalds - (sjá umfjöllun hér
 • d.  útleiga samkomusala í atvinnuskyni 

Leyfisveitendur: 

Umsókn um leyfi til sölu gistingar, veitinga og skemmtanahalds eru afgreidd hjá leyfisveitanda í því umdæmi sem hin leyfisskylda starfsemi á að fara fram. Leyfisveitendur eru sýslumenn, hver í sínu umdæmi. 

Skilyrði leyfis til sölu gistingar og veitinga(rekstrarleyfi):


Til þess að fá rekstrarleyfi þarf umsækjandi og/eða forsvarsmaður umsækjanda ef hann er lögaðili að uppfylla eftirfarandi skilyrði og framvísa nauðsynlegum vottorðum því til staðfestingar:     

a.  Hafa búsetu á Íslandi. Ríkisborgarar og lögaðilar ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, svo og Færeyingar og lögaðilar í Færeyjum, eru undanþegnir búsetuskilyrðinu.   

 b.  Vera lögráða og hafa náð a.m.k. 20 ára aldri á umsóknardegi. 

 c.  Hafa forræði á búi sínu.     

d. Hafa tilkynnt atvinnurekstur til skráningar hjá ríkisskattstjóra. 

f.  Hafa ekki verið sviptur leyfi til rekstrar gististaðar, veitingastaðar eða áfengisveitinga á síðustu fimm árum frá umsókn. 

g.  Skulda ekki skatta, opinber gjöld eða iðgjöld í lífeyrissjóð sem nema samanlagt hærri fjárhæð en 1.000.000 kr. 

e.  Hafa ekki á síðustu fimm árum gerst sekur um háttsemi sem varðar við almenn hegningarlög, lög um ávana- og fíkniefni, lög um hlutafélög, lög um einkahlutafélög, lög um bókhald, lög um ársreikninga, lög um tekjuskatt, lög um virðisaukaskatt, lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, lög um tryggingagjald né lög þessi sem og reglur settar samkvæmt tilgreindum lögum. Umsókn um rekstrarleyfi og gögn sem henni þurfa að fylgja:

Eftirtalin gögn skulu fylgja umsókn um rekstrarleyfi, jafnt einstaklinga og lögaðila, eða þeirra aflað rafrænt eftir því sem við verður komið:

  1.  Liggi starfsleyfi heilbrigðisnefndar ekki fyrir þegar sótt er um rekstrarleyfi getur umsækjandi sótt        um slíkt leyfi samhliða umsókn um rekstrarleyfi á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má hjá                leyfisveitanda, hvort sem er á skrifstofu hans eða heimasíðu. Um umsókn um starfsleyfi fer eftir          ákvæðum laga og reglna sem um slík leyfi gilda. Fara má á vef Umhverfisstofnunar og þaðan inn        á vefi einstakra heilbrigðisnefnda þar sem nálgast má þau eyðublöð sem þarf til að sækja um              starfsleyfi til að fá rekstrarleyfi í umdæmi hverrar nefndar.   

  2.   Búsetuvottorð  (vottorð um búsetu) fyrir forsvarsmenn umsækjenda ef umsækjandi er lögaðili             en fyrir umsækjanda sjálfan ef hann er einstaklingur. Búsetuvottorð  má nálgast hjá Þjóðskrá               Íslands en einnig má fá staðfestingu á búsetu hjá sýslumanni.

  3.   Vottorð um búsforræði (vottorð um að bú umsækjanda sé ekki undir gjaldþrotaskiptum). 
        fyrirtækis og forsvarsmanns þess ef umsækjandi er lögaðili en fyrir      
        umsækjanda sjálfan ef hann er einstaklingur. Vottorð um búsforræði  Fæst hjá dómstól í                       umdæmi þar sem umsækjandi á lögheimili.  Sækja má um á vef dómstólanna www.domstolar.is        fyrir búsforræðisvottorð þarf að greiða 2.000 kr.)

   4.   Upplýsingar um virðisaukaskattsnúmer er að finna á vef ríkisskattstjóra, www.rsk.is og á                        úptrentun af honum að duga.

   5.   Sakavottorð forsvarsmanna umsækjanda ef umsækjandi er lögaðili en sakavottorð   
        umsækjanda sjálfs ef hann er einstaklingur. Sakvottorð má fá hjá sýslumanni.  Fyrir hvert                      vottorð ber að greiða 2.000 kr.

   6.   Yfirlýsing forsvarsmanna umsækjanda varðandi skuldastöðu gagnvart lífeyrissjóðum ef     
         umsækjandi er lögaðili en yfirlýsing umsækjanda sjalfs varðandi skuldastöðu sína gagnvart       
         lífeyrissjóðum ef umsækjandi er einstaklingur. Yfirlýsingu um skuldastöðu gagnvart                                lífeyrissjóðum má fylla út á sérstöku eyðublaði, sem finna má hér til hægri.

   7.    Vottorð frá innheimtumanni ríkissjóðs, og eftir atvikum sveitarfélagi, um skuldastöðu.  Vottorð           um skuldastöðu við ríkissjóð má fá hjá sýslumanni, án kostnaðar.  Þar er einnig að finna skuld             á útsvari.   Stöðu skulda í öðrum gjöldum til sveitarsjóðs má fá hjá viðkomandi sveitarfélagi.

   8.   Nákvæm teikning af húsnæði. Ef um blandaða notkun húsnæðis er að ræða skal fylgja staðfest            afrit af aðaluppdrætti þess þar sem fram kemur afmörkun þess rýmis sem ætlað er fyrir                        reksturinn og skal tilgreina stærð þess í fermetrum. Einnig skal fylgja með umsókn upplýsingar            um aðgengi að almennum bílastæðum eða bílastæðum sem fylgja gististað, samkvæmt                        eignaskipta yfirlýsingu.      

   9.   Ef um er að ræða útiveitingaleyfi, teikning þar sem fram kemur stærð og skipulag útisvæðis.
         Má fá hjá byggingarfulltrúa í viðkomandi sveitarfélagi.  

   10.   Staðfesting fyrri leyfishafa um að hann hafi hætt rekstri, ef við á.  Eyðublað fyrir staðfestingu                fyrri leyfishafa um að hann hafi hætt starfsemi má finna hér til hægri. 


Gististaðir  - flokkar og tegundir:

Í lögum og reglugerð um veitinga- og gististaði eru gististaðir flokkaðir eftir því hvort veitingar eru jafnframt á boðstólum á viðkomandi gististað, en veitingastaðir eru flokkaðir eftir þörf á eftirliti og áhrifum starfsemi á umhverfi, svo sem vegna afgreiðslutíma, hávaða og áfengisveitinga. Þá ræðst fjárhæð gjalds til ríkissjóðs fyrir útgáfu rekstrarleyfis af þessari flokkun.

 • Flokkur I:    Heimagisting. 
 • Flokkur II:   Gististaður án veitinga
 • Flokkur III:  Gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum
 • Flokkur IV:  Gististaður með áfengisveitingum. 

Gististaðir skiptast í eftirfarandi tegundir eftir búnaði og aðstöðu sem bjóða skal gestum. Hver einstök tegund gististaða getur fallið undir fleiri en einn framangreindan flokk gististaða, í samræmi við þá starfsemi sem rekstrarleyfi viðkomandi staðar hljóðar um:

 • a  Hótel:  Gististaður þar sem gestamóttaka er aðgengileg allan sólarhringinn og veitingar að einhverju tagi framleiddar á staðnum. Fullbúin baðaðstaða skal vera með hverju herbergi.

 • b  Stærra gistiheimili:  Gististaður með takmarkaða þjónustu þar sem leigð eru út 6 herbergi eða fleiri eða rými fyrir fleiri en 10 einstaklinga. Handlaug skal vera í hverju herbergi og salerni nærliggjandi. Jafnframt skulu gestir eiga aðgang að fullbúinni baðaðstöðu.

 • c  Minna gistiheimili: Gististaður með takmarkaða þjónustu þar sem leigð eru út 5 eða færri herbergi eða hefur rými fyrir 10 einstaklinga eða færri. Getur verið gisting á einkaheimili. Ekki er gerð krafa um handlaug í herbergjum. Gestir skulu hafa aðgang að fullbúinni baðaðstöðu.

 • d  Gistiskáli: Gisting í herbergjum eða svefnskálum. Hér undir falla farfuglaheimili (hostel).

 • e  Fjallaskálar: Gisting í herbergjum eða í svefnskálum staðsett utan alfaraleiðar og almenningur hefur aðgang að, svo sem skálar fyrir ferðamenn, veiðiskálar og sæluhús.

 • f  Heimagisting: Gisting á lögheimili einstaklings eða einni annarri fasteign í hans eigu sem hann hefur persónuleg not af.

 • g  Íbúðir: Íbúðarhúsnæði sérstaklega ætlað til útleigu til gesta til skamms tíma, sbr. 2. gr. reglugerðar þessarar og fellur ekki undir húsaleigulög. Hér undir falla starfsmannabústaðir og starfsmannabúðir þegar slíkar byggingar eru ekki leigðar út í tengslum við vinnusamning. Íbúðir félagasamtaka eru undanskyldar.

 • h  Frístundahús: Hús utan þéttbýlis sem er nýtt til tímabundinnar dvalar. Orlofshús félagasamtaka, svo sem stéttarfélaga og starfsgreinafélaga eru undanskilin.

Veitingastaðir - flokkar og tegundir: 

Í lögum og reglugerð um veitinga- og gististaði eru gististaðir flokkaðir eftir því hvort veitingar eru jafnframt á boðstólum á viðkomandi gististað, en veitingastaðir eru flokkaðir eftir þörf á eftirliti og áhrifum starfsemi á umhverfi, svo sem vegna afgreiðslutíma, hávaða og áfengisveitinga. Þá ræðst fjárhæð gjalds til ríkissjóðs fyrir útgáfu rekstrarleyfis af þessari flokkun.

 • Flokkur I:    Staður án áfengisveitinga.
 • Flokkur II:    Umfangslitlir áfengisveitingastaðir þar sem starfssemin er ekki til þess fallin að valda ónæði í nágrenninu svo sem með háværri tónlist og staðir sem kalla ekki á mikið eftirlit og/eða löggæslu.
 • Flokkur III    Umfangsmiklir áfengisveitingastaðir, svo sem þar sem leikin er hávær tónlist og staðir sem kalla á meira eftirlit og/eða löggæslu.

Veitingastaðir skiptast í eftirtaldar tegundir eftir starfsemi og þjónustu sem bjóða skal viðskiptavinum:

Hver einstök tegund veitingastaða getur fallið undir fleiri en einn framangreindan flokk veit­inga­staða, í samræmi við þá starfsemi sem rekstrarleyfi viðkomandi staðar hljóðar um.

 1. Veitingahús: Veitingastaður með fjölbreyttar veitingar í mat og drykk og fulla þjónustu. Í veitingahúsi skal vera starfandi maður með fullnægjandi þekkingu í framreiðslu.
 2. Skemmtistaður: Veitingastaður með reglubundna skemmtistarfsemi og fjölbreyttar veitingar í mat og/eða drykk. Hér undir falla einnig staðir þar sem aðaláhersla er lögð á áfengis
 3. veitingar, dans gesta, tónlist og langan afgreiðslutíma en engar eða takmarkaðar veitingar í mat.
 4. Veitingastofa og greiðasala: Veitingastaðir með fábreyttar veitingar í mat og/eða drykk. Á slíkum stöðum er takmarkaðri þjónusta og/eða gestir afgreiða sig sjálfir að hluta eða öllu leyti. Hér undir falla t.d. skyndibitastaðir og einnig söluskálar með aðstöðu til neyslu veitinga
 5. Veisluþjónusta og veitingaverslun: Staðir þar sem fram fer sala veitinga sem ekki er til neyslu á staðnum enda er slík sala meginstarfsemi staðarins.
 6. Kaffihús: Veitingastaður með einfaldar veitingar í mat og/eða drykk þar sem aðaláhersla er lögð á kaffiveitingar. Hér undir falla t.d. bakarí sem hafa aðstöðu til neyslu veitinga á staðnum.
 7. Krá: Veitingastaður með takmarkaða þjónustu og einfaldar eða engar veitingar í mat, þar sem aðaláhersla er lögð á áfengisveitingar og langan afgreiðslutíma.
 8. Samkomusalir: Staðir sem eru sérstaklega útbúnir og ætlaðir til hvers kyns samkomuhalds og til þess leigðir út í atvinnuskyni til einstaklinga og/eða fyrirtækja, hvort sem er með eða án veitinga í mat og/eða drykk. Félagsheimili, íþróttasalir, flugskýli, vöruskemmur og önnur húsakynni sem að jafnaði eru ekki ætluð til samkomuhalds í atvinnuskyni geta fallið hér undir ef útleiga til skemmtanahalds fer oftar fram en tólf sinnum á ári.

Meðferð umsóknar hjá sýslumanni:  

Þegar fullnægjandi umsókn um rekstrarleyfi hefur borist leyfisveitanda skal hann þegar í stað senda umsókn til umsagnaraðila  þrátt fyrir að starfsleyfi heilbrigðisnefndar liggi ekki fyrir. 

Leyfisveitandi synjar um rekstrarleyfi ef einhver af skilyrðum til að fá útgefið rekstrarelyfi skv. framnrituðu eru ekki uppfyllt og/eða einhver umsagnaraðila mælir gegn útgáfu rekstrarleyfis.

Umsækjanda skal tilkynnt um fyrirhugaða synjun skriflega og skal þar getið um ástæður hennar. Skal umsækjanda gefinn kostur á að bæta úr því sem er ábótavant við umsókn, ef þess er kostur, innan hæfilegs tíma sem tilgreindur skal í tilkynningu. Að öðrum kosti skal umsókn synjað.

Gildistími og umfang rekstrarleyfis 


Rekstrarleyfi til starfsemi samkvæmt lögum nr. 85/2007 skal vera ótímabundið.

Leyfishafi skal tafarlaust tilkynna leyfisveitanda að hann hyggist hætta hinni leyfisskyldu starfsemi.

Rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og er á engan hátt framseljanlegt. Þá er rekstrarleyfið jafnframt bundið við hina tilgreindu starfsemi og staðsetningu.

Breyting er varða rekstrarleyfi og leyfishafa 


Leyfishafi skal tilkynna leyfisveitanda þegar í stað um fyrirhugaðar breytingar sem varða hina leyfisskyldu starfsemi. Kalli þær á breytingar á skilmálum gildandi rekstrarleyfis skal sótt um slíkar breytingar sérstaklega til leyfisveitanda.

Taki nýr aðili við rekstri sem leyfi er fyrir samkvæmt lögum þessum eða hyggist leyfishafi hætta hinni leyfisskyldu starfsemi skal það tilkynnt leyfisveitanda án tafar. Leyfishafi ber ábyrgð á rekstrinum þar til slík tilkynning hefur borist leyfisveitanda en nýr aðili sem við rekstrinum tekur frá þeim tíma og skal hann þegar í stað sækja um nýtt rekstrarleyfi.

Með umsókn skv. 1.–2. mgr. skal að jafnaði fara eftir ákvæðum 9.–11. gr. eftir því sem við á. Leyfisveitanda er þó heimilt að falla frá öflun umsagna skv. 10. gr. að öllu leyti eða hluta ef um umsókn skv. 2. mgr. er að ræða telji hann slíkt óþarft, svo sem ef ekki er um breytingar að ræða á starfsemi sem rekstrarleyfi tekur til. Um umsókn og skilyrði fyrir rekstrarleyfi fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum laga þessara.

Gjald fyrir rekstrarleyfi

Um gjald fyrir rekstrarleyfi fer samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs nr. 88/1991

Það fer eftir flokkun gististaða og veitingastaða samkvæmt 3. og 4. gr. laga nr. 85/2007 hver fjárhæð gjaldsins er. Sama á við um endurnýjun rekstrarleyfis.   

Hér má finna nánari upplýsingar um gjald fyrir útgáfu gistileyfis og veitingaleyfis.

Aðrar upplýsingar

 Hér á vef sýslumanna má finna lista yfir útgefin veitinga- og gistileyfi (rekstrarleyfi) sem eru í gildi. 

Frekari upplýsingar um rekstrarleyfi þar á meðal um flokkun veitinga- og gististaða má finna í lögum og reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald svo og á þeim umsóknareyðublöðum  fyrir leyfi sem útbúin hafa verið og nálgast má hér að ofan. 


Uppfært 17.03.2017.