Saga sýslumanna

Sýslumanna er fyrst getið hérlendis í einu handriti að sáttmála þeim sem Íslendingar gerðu við Noregskonung og öðlaðist staðfestingu á árunum 1262 til 1264 og síðar var nefndur Gamli sáttmáli, en með sáttmála þessum má segja að Íslendingar hafi gerst þegnar Noregskonungs.   

Eru sýslumenn elstu veraldlegu embættismenn sem enn starfa hérlendis og hafa alla tíð  verið mikilvægur hluti stjórnsýslunnar.

Sögu þeirra verða aldrei gerð skil svo vel sé í stuttu máli.  Því er það sem hér birtist handan hlekkjanna til vinstri eða áformað er að birta einungis örstutt yfirlit og stakir fróðleiksmolar um einstök atriði í sögu þeirra.