Sérstök verkefni sýslumanna

Ekki er lengur ráð fyrir því gert að sýslumannsembættin fari öll með sömu verkefni hvert á sínu svæði líkt og áður var. Því hefur t.d. þeim embættum sem hafa löggæslu og ákæruvald á sinni könnu verið fækkað niður í 15 og lögreglumdæmin stækkuð sem því nemur.  Sama á við um tollumdæmi sem fyrst var fækkað í átta en nú eru aðeins eitt Tollstjórinn, sem hefur aðalstöðvar í Reykjavík.  Þá hefur innheimta sekta og sakarkostnaðar verið færð á eitt embætti, sýslumanninn á Blönduósi, en hún var áður hjá hverju embætti um sig.  Einnig hafa nokkur verkefni sem áður var sinnt í dómsmálaráðuneytinu (nú innanríkisráðuneytinu) verið færð út til einstakra embætta.  

Stærstu verkefnin sem færð hafa verið undir færri embætti en áður var eru:

Lögreglustjórn
Málefnið heyrir undir innanríkisráðuneytið.  Samkvæmt lögreglulögum fara auk ríkislögreglustjóra, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og lögreglustjórans á Suðurnesjum 13 sýslumenn með lögreglustjórn hver í sínu lögregluumdæmi.

Ákæruvald
Málefnið heyrir undir innanríkisráðuneytið.  Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 með áorðnum breytingum fara ríkissaksóknari og lögreglustjórar, þar með talinn ríkislögreglustjórinn, með ákæruvaldið í landinu.